Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2014 Nóvember

18.11.2014 22:18

Grundfirðingar draga sig úr Íslandsmóti KSÍ

Afsakið hlé

Stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar hefur ákveðið að draga liðið úr Íslandsmóti KSÍ næsta sumar. Ástæðurnar eru nokkrar en aðal ástæðan er samt mannekkla á leikmönnum og stjórnarmönnum. Allt of mörg verkefni hafa hvílt á of fáum herðum síðustu tvö árin og þegar ástandið er svoleiðis kemur sjálfkrafa leiði og þreyta í mannskapinn. Erfiðlega gekk að finna fólk í meistaraflokksráð enda óeigingjarnt sjálfboðastarf það eina sem var í boði. 

Við viljum þakka styrktaraðilum, starfsmönnum, áhorfendum og aðdáendum liðsins fyrir frábæran stuðning þessi 5 tímabil sem við spiluðum. Þetta var alveg rosalega gaman og var árangurinn hinn bærilegasti þó svo að byrjunin hafi verið brösuleg.Takk fyrir okkur

18.11.2014 20:50

Æfingabúðir í frjálsum

Frjálsar: Æfingabúðir að Laugum 21.-22. nóv.

SamVest-samstarfið stendur fyrir æfingabúðum í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára (árgangur 2004) og eldri á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð 21.-22. nóvember 2014. 


Mæting að Laugum er kl. 17 á föstudeginum og heimferð áætluð um kl. 16 á laugardeginum. Við skipuleggjum ferðir að Laugum, þegar við vitum hverjir hafa áhuga á að fara - en gætum þurft að stóla á aðstoð einhverra foreldra. 

Aðalþjálfarar verða Kristín Halla Haraldsdóttir úr Grundarfirði og Hlynur Chadwick Guðmundsson frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Þátttökugjald er 2.500 kr. fyrir hvern þátttakanda (gisting og fæði) en boðið verður uppá kvöldmat á föstudeginum, morgunmat, hádegismat og kaffihressingu á laugardeginum. Við stólum á að foreldrar eða aðrir fylgdarmenn fáist í hlutfalli við fjölda þátttakenda frá hverju sambandi.

Gist verður í skólastofum að Laugum. Þátttakendur taka með sér svefnpoka eða annan sængurfatnað, en dýnur eru á staðnum. Einnig þarf að taka með sér sundföt og íþróttaföt (fyrir úti- og inniæfingar) og annan staðalbúnað.

Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 19. nóvember.  Það er hægt að skrá á Facebook-síðu Samvest eða hjá Arnari Eysteinssyni hjá UDN á netfangið arnare68@gmail.com  eða sími 893-9528. (Það má líka láta Björgu eða Kristínu Höllu vita.)

Sjáumst hress að Laugum!

Framkvæmdaráð SamVest - UDN Skrifað af Björgu

18.11.2014 20:28

Vesturlandsriðill í Futsal

18. nóvember. 2014 11:01

Víkingsstrákar með fullt hús á toppnum í Futsal Vesturlands

Um síðustu helgi fór fram fyrri umferð í D riðli karla í Futsal í íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Í D riðli spila Víkingur í Ólafsvík, Grundarfjörður, Snæfell og Skallagrímur. Strákarnir í Víkingi unnu alla sína leiki, skoruðu 18 mörk en fengu ekkert á sig. Eru þeir efstir í riðlinum með 9 stig, Grundarfjörður er í öðru sæti með sex stig, Snæfell í því þriðja með þrjú og Skallagrímur neðstir án stiga. Seinni umferðin verður spiluð 29. nóvember næstkomandi einnig í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar.

08.11.2014 20:41

Lárus Ástmar Hannesson, Snæfelling, nýr formaður LH


Lárus Hannesson kjörinn af þingfulltrúum félaganna með 88 greiddum atkvæðum, Stefán Ármannsson hlaut 62 atkvæði og 4 seðlar voru auðir. Það er því ljóst að Lárus Ástmar Hannesson er nýr formaður LH og óskum við honum til hamingju með það

Ný stjórn LH er nú tilbúin og skipar (frá vinstri) þeim; Ólafi Þórissyni, Geysi (88 atkvæði), Stellu Björg Kristinsdóttur, Spretti (96), Jónu Dís Bragadóttir, Herði (141 atkvæði), Hauki Baldvinssyni, Sleipni (102), Andreu Þorvaldsdóttir, Létti (85) og Eyþóri Gíslasyni, Glað (137 atkv.). Lárus Á. Hannesson formaður er lengst til hægri. Við óskum þessu góða fólki til hamingju með kjörið.


Í varastjórn voru kosin í eftirfarandi röð (samkvæmt fjölda atkvæða):

Helga B. Helgadóttir, Fáki
Rúnar Þór Guðbrandsson, Herði
Sigurjón Rúnar Bragason, Fáki
Hrönn Kjartansdóttir, Herði
Petra Kristín Kristinsdóttir, Sindra.


  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362323
Samtals gestir: 256783
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:00:51
Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362323
Samtals gestir: 256783
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:00:51