Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2015 Janúar

23.01.2015 16:08

Stórmót ÍR

Frjálsíþróttadeildin vekur athygli á að Stórmót ÍR í frjálsum íþróttum verður haldið í Laugardalshöll 31. jan. - 1. feb. 2015. 
Fyrir 10 ára og yngri er skemmtileg fjölþrautabraut (ekki ósvipað og á Silfurleikum ÍR), en 11 ára og eldri geta skráð sig í keppni í sínum aldursflokki og valið sér þær greinar sem þau vilja keppa í. Það þarf nefnilega ekki að keppa í öllu, ekki frekar en maður vill. 
Sjá nánar á vef ÍR með því að smella hér.
Hér má líka sjá uppröðun greina á mótinu sjálfu.

Það er ekki víst að við höfum þjálfarann okkar allan tímann meðan á mótinu stendur. En þau sem hafa áhuga á að keppa, eru vinsamlegast beðin um að láta okkur vita fyrir kl. 16 á laugardaginn næsta, 24. janúar  - Björg í s. 898-6605 eða bjorg@alta.is - og Kristín Halla í s. 899-3043 eða kh270673@gmail.com

Minnum síðan á næstu auglýsingu - um samæfingu SamVest sem verður seinnipart föstudagsins30. janúar nk.

23.01.2015 12:11

Samvest, æfing 30 janúar

Samæfing SamVest í frjálsum íþróttum
  30. janúar 2015 í Hafnarfirði

Kynning til iðkenda og foreldra

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF (SamVest samstarfið) boða til samæfingar í frjálsum íþróttum fyrir iðkendur sína.

Æfingin fer fram í frjálsíþróttahöllinni Kaplakrika, Hafnarfirði, föstud. 30. jan. 2015 kl. 16.30.

Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:

·         Æfingin er fyrir 10 ára (árg. 2005) og eldri.

o   Þátttakendum verður aldursskipt í nokkra hópa á æfingunni.

·         Umsjón með æfingunni hefur einn af þjálfurum á starfssvæði SamVest og gestaþjálfarar eru allir fastir þjálfarar hjá FH, þau:  

o   Eggert Bogason, Einar Þór Einarsson og Ragnheiður Ólafsdóttir

·         Nánari upplýsingar síðar um áherslur á greinar. Ef einhverjir eru með sérstakar óskir þá endilega komið þeim á framfæri við okkur á FB-síðu SamVest eða í netfangið hér fyrir neðan.

·         Eftir æfingu borðum við saman í nágrenninu. Við höfum ekki ákveðið hvar - síðast fórum við á Kentucky!

·         Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu. Létt hressing/nesti meðan á æfingu stendur er í boði SamVest, en matur eftir æfingu greiðist af hverjum þátttakanda fyrir sig.  

 

Við þurfum að vita hverjir koma á æfinguna og hverjir vilja vera með í mat. Endilega skráið sjálf mætingu og aðrar upplýsingar inná þessari síðu - smellið hér - fyrir kl. 22.00 miðvikudaginn 28. janúar nk.

Frekari upplýsingar á Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.  Ábendingar og spurningar má senda til bjorg@alta.is

 

Kæru iðkendur og foreldrar!

Endilega fjölmennum og gerum þetta að góðri SamVest-æfingu!

 

Með frjálsíþróttakveðju,

Framkvæmdaráð SamVest samstarfsins

12.01.2015 14:51

Lokafrestur umsókna í ferðasjóð

Á miðnætti í kvöld, 12. janúar 2015,  mun frestur til að sækja um styrk í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða innanlands árið 2014 renna út.  Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma. 

Sótt er um styrki í gegnum rafrænt umsóknarkerfi hér á heimasíðu ÍSÍ.  Nánari upplýsingar má finna á www.isi.is en einnig er hægt að hringja á skrifstofu ÍSÍ í síma 514 4000 eða senda fyrirspurnir á netfangið halla@isi.is.

12.01.2015 10:04

Hildur, Gunnhildur og Ingi Þór verðlaunuð


Úrvalslið karla og kvenna í Domino´s deildunum var kunngert nú í hádeginu en þar voru Lele Hardy leikmaður Hauka og Michael Craion leikmaður KR útnefnd bestu leikmenn í fyrri hluta Domino´s deildanna. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn í Domino´s deild kvenna og Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var útnefndur besti þjálfarinn í Domino´s deild karla.

Úrvalslið kvenna á fyrri hluta Domino´s deildarinnar

Hildur Sigurðardóttir - Snæfell
Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell
Lele Hardy - Haukar
Sara Rún Hinriksdóttir - Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Valur

Besti þjálfarinn: Ingi Þór Steinþórsson - Snæfell
Dugnaðarforkurinn: Ragnheiður Benónýsdóttir - Valur
Besti leikmaður fyrri hlutans: Lele Hardy - Haukar

- See more at: http://snaefell.is/?p=5310#sthash.KlvmBh87.dpuf

Hildur, Gunnhildur og Ingi Þór verðlaunuð

Úrvalslið karla og kvenna í Domino´s deildunum var kunngert nú í hádeginu en þar voru Lele Hardy leikmaður Hauka og Michael Craion leikmaður KR útnefnd bestu leikmenn í fyrri hluta Domino´s deildanna. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn í Domino´s deild kvenna og Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var útnefndur besti þjálfarinn í Domino´s deild karla.

Úrvalslið kvenna á fyrri hluta Domino´s deildarinnar

Hildur Sigurðardóttir - Snæfell
Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell
Lele Hardy - Haukar
Sara Rún Hinriksdóttir - Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Valur

Besti þjálfarinn: Ingi Þór Steinþórsson - Snæfell
Dugnaðarforkurinn: Ragnheiður Benónýsdóttir - Valur
Besti leikmaður fyrri hlutans: Lele Hardy - Haukar

- See more at: http://snaefell.is/?p=5310#sthash.KlvmBh87.dpuf

12.01.2015 09:51

Skýrsluskil í Felix

Opnað hefur verið fyrir árleg starfskýrsluskil í Felix - félagakerfi íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt 8. grein í lögum ÍSÍ skulu allir sambandsaðilar, íþróttafélög, íþróttahéruð og sérsambönd skila skýrslu inn eigi síðar en 15. apríl ár hvert.

"Fyrir 15. apríl árlega skulu sambandsaðilar ÍSÍ senda framkvæmdastjórn ÍSÍ starfsskýrslur síðasta árs í tölvuskrá samkvæmt forriti sem ÍSÍ leggur til ásamt félaga- og iðkendatali síðasta starfsárs. Aðili, sem ekki skilar skýrslum í tæka tíð missir rétt til þátttöku í íþróttaþingi, svo og í opinberum íþróttamótum þar til skýrslum hefur verið skilað eða samið við framkvæmdastjórn um stuttan frest til þess. Við beitingu þessarar greinar skal leitast við að refsingu sé beitt gagnvart þeim aðila, deild, félagi eða sambandi sem ábyrgð bera á því að skýrslu er ekki skilað."

Í starfsskýrslum eru upplýsingar um félagsmenn, iðkendur eftir íþróttagreinum, stjórnarmenn og lykiltölur úr ársreikningi. Haldið er utan um þessar upplýsingar fyrir hvert ár, þannig að hægt er að vinna tölfræði úr þessum gögnum og gera samanburð milli ára. Upplýsingarnar eru m.a. mælikvarði á stærð og þróun íþróttagreina og héraða og hefur áhrif á fulltrúafjölda á þingum innan sérsambanda. Þess vegna er afar mikilvægt að senda frá sér áreiðanlegar upplýsingar til að byggja á.

Starfsskýrslan skiptist í þrennt:

  • Félagatal (félagar og iðkendur).
  • Ársreikning fyrir síðastliðið ár.
  • Nýjustu upplýsingar um stjórnarsetu í félaginu og deildum þess. 

Sérstaklega er vakin athygli á því að nú þegar ættu allar einingar íþróttahreyfingarinnar að geta farið inn í kerfið og klárað að ganga frá þeim hluta ársskýrslunnar sem snýr að félagatali (félagar og iðkendur) þó að ekki sé enn búið að halda aðalfundi.

Ítarlegar leiðbeiningar um starfsskýrsluferlið eru hér á heimasíðunni en einnig getur starfsmaður Felix, Birgir Sverrisson, aðstoðað við starfsskýrsluskil.  Einnig er hægt að óska sérstaklega eftir námskeiðum fyrir hópa, t.d. innan einstakra íþróttahéraða.  Hægt er að ná í Birgi í síma 514-4022 eða með tölvupósti á birgir@isi.is

12.01.2015 09:39

Sigur hjá Snæfell á Fjölni

Góður sigur hjá okkar mönnum!

Þessa umfjöllun er hægt að finna á mbl.is - það var Kristinn Friðriksson sem skrifaði.
Myndirnar tók Eva Björk Ægisdóttir.

Alla umfjöllunina með textalýsingu má sjá hérna

Sigurinn var forljótur - segja þeir á mbl.is

Fjöln­ir tók á móti Snæ­felli í Dom­ino's-deild karla í körfuknatt­leik í kvöld. Leikn­um var að ljúka rétt í þessu sök­um tafa þar sem Snæ­fell­ing­ar lentu í bíla­vand­ræðum á leiðinni. Það er skemmst frá því að segja að Snæ­fell vann leik­inn 88:84 eft­ir að hafa verið und­ir lunga leiks.

Snæ­fell­ing­ar komust yfir við upp­haf fjórða fjórðungs og eft­ir æsispenn­andi hluta og loka­mín­út­ur náðu þeir að halda í litla for­ystu sem dugði að lok­um.

Sig­ur­inn var for­ljót­ur í raun því Snæ­fell lék mjög illa á köfl­um og geta þakkað Fjöln­ismönn­um fyr­ir að refsa ekki nægi­lega vel þegar tæki­fær­in gáf­ust, og ekki skorti Fjölni tæki­fær­in í leikn­um til að stinga gest­ina af. Það rætt­ist ekki hjá heima­mönnn­um og verma þeir því enn botn Dom­in­os-deild­ar­inn­ar.


Góður sigur hjá okkar mönnum!

Þessa umfjöllun er hægt að finna á mbl.is - það var Kristinn Friðriksson sem skrifaði.
Myndirnar tók Eva Björk Ægisdóttir.

Alla umfjöllunina með textalýsingu má sjá hérna

Sigurinn var forljótur - segja þeir á mbl.is

Fjöln­ir tók á móti Snæ­felli í Dom­ino's-deild karla í körfuknatt­leik í kvöld. Leikn­um var að ljúka rétt í þessu sök­um tafa þar sem Snæ­fell­ing­ar lentu í bíla­vand­ræðum á leiðinni. Það er skemmst frá því að segja að Snæ­fell vann leik­inn 88:84 eft­ir að hafa verið und­ir lunga leiks.

Snæ­fell­ing­ar komust yfir við upp­haf fjórða fjórðungs og eft­ir æsispenn­andi hluta og loka­mín­út­ur náðu þeir að halda í litla for­ystu sem dugði að lok­um.

Sig­ur­inn var for­ljót­ur í raun því Snæ­fell lék mjög illa á köfl­um og geta þakkað Fjöln­ismönn­um fyr­ir að refsa ekki nægi­lega vel þegar tæki­fær­in gáf­ust, og ekki skorti Fjölni tæki­fær­in í leikn­um til að stinga gest­ina af. Það rætt­ist ekki hjá heima­mönnn­um og verma þeir því enn botn Dom­in­os-deild­ar­inn­ar.

- See more at: http://snaefell.is/?p=5324#sthash.XtL2PYED.dpuf

Góður sigur hjá okkar mönnum!

Þessa umfjöllun er hægt að finna á mbl.is - það var Kristinn Friðriksson sem skrifaði.
Myndirnar tók Eva Björk Ægisdóttir.

Alla umfjöllunina með textalýsingu má sjá hérna

Sigurinn var forljótur - segja þeir á mbl.is

Fjöln­ir tók á móti Snæ­felli í Dom­ino's-deild karla í körfuknatt­leik í kvöld. Leikn­um var að ljúka rétt í þessu sök­um tafa þar sem Snæ­fell­ing­ar lentu í bíla­vand­ræðum á leiðinni. Það er skemmst frá því að segja að Snæ­fell vann leik­inn 88:84 eft­ir að hafa verið und­ir lunga leiks.

Snæ­fell­ing­ar komust yfir við upp­haf fjórða fjórðungs og eft­ir æsispenn­andi hluta og loka­mín­út­ur náðu þeir að halda í litla for­ystu sem dugði að lok­um.

Sig­ur­inn var for­ljót­ur í raun því Snæ­fell lék mjög illa á köfl­um og geta þakkað Fjöln­ismönn­um fyr­ir að refsa ekki nægi­lega vel þegar tæki­fær­in gáf­ust, og ekki skorti Fjölni tæki­fær­in í leikn­um til að stinga gest­ina af. Það rætt­ist ekki hjá heima­mönnn­um og verma þeir því enn botn Dom­in­os-deild­ar­inn­ar.

- See more at: http://snaefell.is/?p=5324#sthash.XtL2PYED.dpuf

12.01.2015 09:29

UMF.Víkingur aftur Íslandsmeistarar í Futsal

Í karlaflokki vann Víkingur Ólafsvík 4-0 sigur gegn KB. Spenna var í fyrri hálfleiknum en eftir að Ólafsvíkingar skoruðu þriðja markið var þetta aldrei spurning og þeir unnu öruggan og verðskuldaðan sigur.

Ólafsvíkingar fá nú þátttökurétt í Evrópukeppninni í Futsal en Ejub Purisevic, þjálfari liðsins, sagði við Fótbolta.net eftir leikinn að mögulegt væri að félagið myndi sækja aftur um að halda riðilinn sinn í Ólafsvík eins og 2013.05.01.2015 15:08

Hádegisfundur um notkun fæðubótarefna og ólöglegra efna meðal íslenskra ungmenna

Föstudaginn 9. janúar mun Dr. Viðar Halldórsson kynna niðurstöður rannsóknar meðal framhaldsskólanema sem unnin var af Rannsóknum og greiningu fyrir Lyfjaeftirlit ÍSÍ. Hádegisfundurinn ber yfirskriftina; Er notkun fæðubótarefna og ólöglegra efna algeng meðal íslenskra ungmenna? Viðar mun m.a. bera saman ungmenni sem stunda íþróttir með íþróttafélagi, íþróttir utan íþróttafélags og þeirra sem engar íþróttir stunda. Fundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.12:10 og gert er ráð fyrir að honum sé lokið kl.13. Gefið verður svigrúm fyrir spurningar og umræður að erindinu loknu. Þátttakan er ókeypis og öllum heimil. Skráning fer fram á skraning@isi.is . Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum á netinu. 

05.01.2015 10:27

Ferðasjóður íþróttafélaga

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað.  Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2014 rennur út á miðnætti mánudaginn 12. janúar 2015. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sent inn umsóknir í sjóðinn vegna þátttöku í styrkhæfum mótum.  Hægt er að fara inn á umsóknarsvæðið með því að smella hér eða smella á tengilinn "Ferðasjóður íþróttafélaga" hér hægra megin á heimasíðunni undir listanum "Gagnlegt".  

Við stofnun umsóknar er send vefslóð á uppgefið netfang tengiliðar, sem nýtist sem lykill inn á viðkomandi umsókn þar til umsókn er send. Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna til að auðvelda og einfalda úrvinnslu þeirra.  

Ef nánari upplýsinga er þörf, vinsamlegast hafið samband við Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ í síma 514 4000 eða í gegnum netfangið halla@isi.is.

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31