Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2015 Febrúar

27.02.2015 14:17

Ert þú sjálfboðaliði?

Vertu velkomin sem sjálfboðaliði  á Smáþjóðaleikunum sem fara fram 1.-6. júní 2015.

Skráningarkerfið lokar fimmtudaginn 5. mars og því nauðsynlegt að þú klárir seinni hluta skráningar fyrir þann tíma.

Skráningin felst í tveimur skrefum. Fyrra skrefið, felst í að skrá grunnupplýsingar en í síðara skrefinu eru skráðar ítarlegri upplýsingar. Eftir að þú skráir grunnupplýsingarnar færð þú sendan tölvupóst með slóð til að ljúka seinna skrefinu. Til þess að skráningin þín sé fullgild þarf að ljúka henni með því að fara inná slóðina. Finnir þú ekki tölvupóstinn þá get ég sent þér hann ef þú óskar eftir því. 

Allar upplýsingar um Smáþjóðaleikana 2015 er að finna á:  

Heimasíðu Smáþjóðaleika 2015, www.iceland2015.is.
Fésbókarsíðu Smáþjóðaleika 2015, www.facebook.com/gsse2015.

 

Ef þig vantar aðstoð eða frekari upplýsingar er velkomið að vera í sambandi.

 

Kær kveðja,

 

Brynja Guðjónsdóttir

Verkefnastjóri sjálfboðaliða

514 4024, 820 7188

sjalfbodalidar@iceland2015.is

www.iceland2015.is

27.02.2015 14:05

Ráðstefna í Stykkishólmi 25 - 27 mars á Hótel StykkishólmiRáðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður í Stykkishólmi.

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður í Stykkishólmi.


Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2015 fer fram dagana 25.-27. mars á Hótel Stykkishólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Margur verður af aurum api - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði". Ungmennaráð UMFÍ á veg og vanda að ráðstefnunni og hefur þegar hafið undirbúning að fullum krafti.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 70 manns þ.e. tvo þátttakendur frá hverju sveitarfélagi + starfsmann ef vill. Þátttakendum yngri en 18 ára verður að fylgja fullorðinn einstaklingur.

Allar nánari upplýsingar er gefnar á netfanginu sabina@umfi.is


27.02.2015 14:01

Hugleiðing um frjálsar íþróttir á Snæfellsnesi!

Ég vil vekja athygli á þessari samantekt Frjálsíþróttasambands Íslands - yfirlit yfir keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum 15-22 ára sem fram fór um sl. helgi. HSH á engan keppanda á þessum aldri og hefur átt fáa í þeim hópi á undanförnum árum. Eitthvað helst okkur illa á frjálsíþróttafólkinu okkar þegar það eldist, því umtalsvert fleiri börn en unglingar stunda frjálsar. Það er auðvitað ekki ný vitneskja, en að eiga ENGAN keppanda í þessum flokki felur í sér áskorun til okkar allra um að gera betur!

'Til fróðleiks um MÍ 15-22 ára um síðustu helgi - leynist fróðleikur hér sem þú vilt tjá þig um?'

Til fróðleiks um MÍ 15-22 ára um síðustu helgi - leynist fróðleikur hér sem þú vilt tjá þig um?

Björg Ágústsdóttir, frjálsíþróttaráði HSH

27.02.2015 09:32

Minnum aðildarfélög á skil í Felix fyrir 15 apríl

Felix - félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ

Felix er miðlægt tölvukerfi ÍSÍ og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og heldur utan um íþróttaiðkendur á Íslandi. Kerfið var tekið í notkun árið 2004 og er hannað  af hugbúnaðarfyrirtækinu Idega.

Íþróttafélög innan ÍSÍ og UMFÍ hafa beinan aðgang inn í kerfið í gegnum helstu vafra sem eru á markaðnum s.s. Internet Explorer og Firefox. Kerfið fá sambandsaðilar til notkunar endurgjaldslaust og  nýtist til að halda utan um daglega skráningu þátttakenda í íþróttastarfinu.

null

Þjóðskrá kerfisins er uppfærð mánaðarlega sem auðveldar til muna allt utan um hald. Þá er hægt að halda utan um netföng einstaklinga og senda tölvupóst beint úr kerfinu.

Kerfið býður upp á öfluga aðgangsstýringu sem gerir félögum kleift að aðgangstýra kerfinu. Þannig er t.d. hægt að gefa þjálfurum aðgang til að skrá og uppfæra sína iðkendur og allar breytingar sem verða gerast miðlægt sem tryggir að alltaf er verið að horfa á réttar upplýsingar.

Kerfið er einnig notað til að senda inn árlegar upplýsingar til ÍSÍ en félögum ber að skila fyrir 15. apríl ár hvert inn félagatali, iðkendatali, stjórnar- og nefndarmönnum sem og lykiltölum úr ársreikningum.
 
Þessar upplýsingar eru nauðsýnlegar og á þeim byggir tölfræði íþróttahreyfingarinnar.
 
Þá geta félög, héraðssambönd og sérsambönd sótt sína eigin tölfræði inn í kerfið sem geta m.a. nýst við stefnumótun.

10.02.2015 12:24

Sæmundur lætur af störfum hjá UMFÍ

Sæmundur Runólfsson.

Sæmundur Runólfsson.

Stjórn Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og framkvæmdastjóri félagsins, Sæmundur Runólfsson, hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sæmundur lætur af störfum þann 30. apríl n.k. eftir ríflega 23ja ára starf. Sæmundur tók til starfa sem framkvæmdastjóri þann 1. janúar árið 1992. Hann hafði áður setið í stjórn UMFÍ 1985-1991 og verið framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ í Mosfellsbæ árið 1990.

"Ég er afar þakklátur fyrir að hafa unnið hjá ungmennafélagshreyfingunni þennan tíma og innan hennar á ég marga af mínum bestu vinum. Ég geng stoltur frá borði því ég tel hreyfinguna standa vel. Starfið hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt og það veitt mér tækifæri til að koma að mörgum verkefnum sem haft skipt miklu máli fyrir íslenskt samfélag," segir Sæmundur Runólfsson.

Sæmundur hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á vegum ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann var meðal annars formaður UMF Drangs í Vík 1977-1983, sat í stjórn Íslenskra getrauna 1992-2009, íþróttanefnd ríkisins 1992-2004 og í stjórn ISCA (International Sport and Culture Association) 1999-2011.

"Stjórn UMFÍ þakkar Sæmundi fyrir langt og farsælt starf í þágu hreyfingarinnar. Hann er kröftugur og ósérhlífinn einstaklingur sem ávallt hefur verið til taks fyrir ungmennafélagshreyfinguna og haft hagsmuni hennar að leiðarljósi.
Það er sjónarsviptir af honum og við óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi," segir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

10.02.2015 12:22

Málþing KSÍ um stöðu kvenna í íþróttumMarki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?

KSÍ stendur fyrir málþingi, föstudaginn 13. febrúar, í höfuðstöðvum KSÍ

6.2.2015

Knattspyrnusamband Íslands stendur fyrir málþingi, föstudaginn 13. febrúar kl. 17:30, í höfuðstöðvum KSÍ.  Málþingið ber yfirskriftina: "Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?" og er öllum opið.

Ráðstefnustjóri:

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ

Erindi flytja:

  • Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.  Erindi hennar fjallar um þátttöku kvenna í stjórnum íþróttafélaga.    
  • Karen Espelund, stjórnarmaður í UEFA.  Erindi hennar fjallar um útbreiðslu knattspyrnu kvenna.
  • Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður samtaka íþróttafréttamanna. Erindi hans fjallar um umfjöllun fjölmiðla um konur í íþróttum

10.02.2015 12:19

Ert þú búinn að skrá þig í Lífshlaupið?

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ í gangi er hafið. Verkefnið hófst þann 4. febrúar og er skráning enn í fullum gangi og ekkert of seint að skrá sig til leiks þó að verkefnið sé byrjað.  

 

Okkur langar að biðja ykkur um að hvetja ykkar fólk til þess að skrá sig til leiks og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

 

Lífshlaupið skiptist í þrjár keppnir:

·         Vinnustaðakeppni frá 4. - 24. febrúar

·         Grunnskóla-, og framhaldsskólakeppni 4. -17. febrúar

·         Einstaklingskeppni sem er í gangi allt árið

 

Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstöfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu. Börn og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag.

 

Við viljum benda á skemmtilega leiki sem eru í gangi:

Myndaleikur er í gangi á Instagram og á Facebook þar sem að þú merkir myndirnar með #lifshlaupid. Dregið verður úr innsendum myndum eða myndböndum 10., 13.,17., 20., og 24., febrúar.

Einn einstaklingur er dreginn út, í Hvatningarleik Rásar 2 og ÍSÍ, á hverjum virkum degi í þættinum Virkir morgnar á Rás 2 næstu þrjár vikurnar. Glæsilegir vinningar frá Ávaxtabílnum, Happ, Penninn/Eymundsson, Klifursetrinu, Bláa Lóninu, Kringlunni, Reebok, Skautahöllinni og Bogfimisetrinu.

Findu okkur á samfélagsmiðlunum

facebook.com/lifshlaupid

Instagram.com/lifshlaupid

twitter.com/lifshlaupid


Smelltu hér og kynntu þér málið betur.

02.02.2015 16:02

SamVest, æfing í Kaplakrikahöllinni

Samæfing SamVest fór fram föstudaginn 30. jan. sl. í Kaplakrikahöllinni í Hafnarfirði. FH-ingar lögðu okkur til gestaþjálfara - þau voru: Ragnheiður Ólafsdóttir, Einar Þór Einarsson, Eggert Bogason og Bogi Eggertsson. Bjarni Þór Traustason þjálfari UMSB hafði umsjón með æfingunni og aðstoðaði við þjálfun. Rétt rúmlega 30 krakkar mættu á æfinguna, á aldrinum 10-16 ára. Farið var í kúlu, langstökk, hástökk, að starta í beygjum, grindahlaup og start, og spjót fyrir þau sem vildu. Lagt var upp með að ofgera ekki þátttakendum, þar sem flestir áttu 2ja daga keppni fyrir höndum á Stórmóti ÍR. Það var nesti í boði SamVest og eftir æfingu fóru flestir á KFC og fengu sér í gogginn. Meira síðar um æfinguna - myndir koma fljótlega. - Framkvæmdaráð SamVest vonar að SamVest-krakkar hafi haft gagn og gaman af
  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 4834
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3352562
Samtals gestir: 256525
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 15:00:05
Flettingar í dag: 4834
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3352562
Samtals gestir: 256525
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 15:00:05