Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2015 Mars

30.03.2015 09:28

Snæfell deildarmeistarar kvenna


Stórsigur og deildameistaratitill á loft
Deildarmeistarar Snæfells tóku á móti Hamri í dag í Dominosdeild kvenna og einnig tóku þær á móti titlinum fyrir deildameistarann. Hamarsstúlkur hins vegar sloppnar við falldrauginn og hafa staðfest
Snæfell byrjuðu ákafar 8-0 en Hamarsstúlkur ætluðu ekki að láta brjóta sig niður svo auðveldlega og bættu í 8-5. Snæfell gerðu slatta af sóknar mistökum og voru að reyna við hluti sem þær réðu ekki við og misstu boltann frá sér. Hamar gat þar með haldið í við heimastúlkur 15-10 um miðjan fyrsta hluta. Snæfell bættu þó í seinni hluta leiddu 26-13.

 

Snæfell skellti í 11-0 kafla og voru komnar í 37-13 áður en Hamar setti stig á töfluna en þá voru rúmar fimm mínútur liðnar af öðrum fjórðung. Silja Katrín kom Snæfelli í 40-15 með þrist og aldrei í kortunum að Snæfell ætlaði sér að vera með slakann taum í leiknum og leiddu 44-19 í hálfleik.

 

Kristen McCarthy var þegar búin að tryggja tvennuna 19 stig og 10 fráköst. Hildur Sig var komin með 9 stig og Berglind Gunnars 7 stig. Í liði Hamars var Sydnei Moss komin með 9 stig og Sóley Gíslína 5 stig.
Munurinn var orðinn 33 stig deildarmeisturunum í hag 56-23 og lítið bit á móti þegar þriðji fjórðungur var hálfnaður. Kristen vantaði þarna 3 stolna bolta til að sækja þrennuna. Snæfelli var með forystu 66-33 fyrir lokafjórðung leiksins. Snæfell voru komnar í 40 stiga forystu 86-46 og lítið við það að bæta. Lokatölur urðu 88-53.

 

Snæfell: Kristen McCarthy 25/12 frák/4 stoðs/7 stolnir. Gunnhildur Gunnarsdóttir 17/8 frák/4 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 11/8 frák/5 stoðs. Berglind Gunnarsdóttir 11/6 frák/4 stoðs. Helga Hjördís 6. Alda Leif 5/5 frák. Silja Katrín 5/3 frák. María Björnsdóttir 4. Anna Soffía 2. Hugrún Eva 2/5 frák. Rebekka Rán 0. Rósa Kristín 0.

Hamar: Heiða Björg 15/5 frák/4 stolnir. Sidney Moss 14. Þórunn Bjarnadóttir 11/5 frák. Sóley Gíslína 7. Katrín Eik 2/5 frák. Salbjörg Sævarsdóttir 2/5 frák/4 stoðs. Hafdís Ellertsdóttir 2/4 frák. Jóna Sigríður 0. Helga Vala 0.

Myndir - Sumarliði Ásgeirsson
Símon B Hjaltalín


02.03.2015 10:22

Lið SamVest á bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri

Þessir 10 krakkar mynduðu lið SamVest og kepptu í frjálsum innanhúss í Bikarkeppni FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands - fyrir 15 ára og yngri.
Keppendurnir að þessu sinni komu frá HSH, UDN, UMSB og HHF - t.d. frá Borgarnesi, Borgarfirði, úr Dölum, Stykkishólmi, Grundarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Bikarkeppnin er liðakeppni þar sem íþróttasambönd eða -félög senda lið með keppendum í alls 7 greinum + boðhlaupi. Sennilega hefði ekkert þeirra 7 sambanda sem innan SamVest starfa getað sent eigið lið á Bikarkeppnina - en saman náum við að mynda lið og gefa þeim tækifæri á að keppa með stóru liðunum.
Fimm af þessum tíum keppendum koma frá stöðum þar sem þau hafa ekki fastan þjálfara - og á mótinu í dag höfðu þau ekki þjálfara (nema í boðhlaupinu í restina) Samt vildi hópurinn fara! Margir foreldrar þessara krakka leggja líka á sig að keyra langar leiðir reglulega með börnin til æfinga og enn lengra á keppnir.
Þær þrjár sem lengst þurftu að fara (Patró og Tálknafj.) þurftu að hefja sína keppnisferð á föstudegi þar sem á laugardögum er engin ferð með Baldri, ekki mokað suður og ekki flug heldur. Þær komu heim til sín kl. 2 um nóttina að loknum keppnisdegi þar sem þau sátu föst í einum skafli á Kleifaheiði og þurftu að skilja bílinn eftir og labba yfir skaflinn að jeppa sem sótti þau hinum megin frá. Já, það er mikið á sig lagt - og ólíkar aðstæður iðkenda!
Við megum vera gríðarlega stolt af þessum hópi og öllum sem leggja mikið á sig (börnum, foreldrum, þjálfurum o.fl.) til að stunda íþróttir við allskonar aðstæður - eða gera öðrum það kleift!
Vonandi nær SamVest-samstarfið að gera okkur öllum þetta starf auðveldara, þá er markmiðinu náð!


Björg Ágústsdóttir's photo.

02.03.2015 10:12

SamVest á Gautaborgarleikana 2015

Frjálsar: Gautaborgarleikar 2015 - þátttaka SamVest

Hér er auglýsing frá SAMVEST - til áréttingar á auglýsingu og umræðum á Facebook-síðu SamVest hópsins.

 . 

SamVest stefnir að þátttöku í Gautaborgarleikunum 3.-5. júlí í ár - í fyrsta skipti. Áætlað er að fara með Úrval Útsýn. Flogið er út þann 2. júlí og heim aftur 9. júlí með beinu flugi til Gautaborgar.

Mótið er opið öllum 12 ára og eldri og keppt er í fjölmörgum greinum. Almennt eru ekki lágmörk (krafa um lágmarksárangur), nema í kringlukasti, spjótkasti og sleggjukasti.

Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna farar þjálfara og fararstjóra verði greiddur af keppendum og leggst það þá ofaná þetta verð. Að öllum líkindum færu 1-2 þjálfarar og svo 1 fararstjóri á hverja 10 keppendur. Þetta þýðir að hvert samband þarf ekki að skaffa þjálfara og fararstjóra, heldur sameinumst við um þá. Greiða þarf skráningargjald á mótið og leggja út fyrir fæði og öðru tilfallandi.

SamVest stefnir að því að sjá um samskipti við ferðaskrifstofuna, upplýsingar til félaga og skráningu á mótið sjálft. Hinsvegar er það sett í hendur félaganna/héraðssambandanna að kynna þetta heima fyrir, hver á sínu svæði og fá staðfestingu á þátttöku, auk þess að sjá um fjáröflun fyrir ferðinni, eftir atvikum.

Þar sem við hjá SamVest erum að skipuleggja svona ferð í fyrsta sinn, þá biðjum við ykkur um smá þolinmæði - og endilega að hjálpa okkur með því að spyrja spurninga, eitthvað sem þið rekist á og þarf að fá upplýsingar um. Líka er gagnlegt ef þið hafið tök á að forvitnast hjá öðrum félögum sem hafa farið. Saman munum við læra á þetta - og komast að því hvað til þarf J

Lokafrestur til að skrá sig í ferðina er fimmtudaginn 5. febrúar og þarf þá að senda nafn og kennitölu á netfangið hronn@vesturland.is en auk þess má gjarnan skrá þátttakendur á sameiginlegt skjal - sjá nánari auglýsingu á FB-síðu SamVest. 

Staðfestingargjald á hvern keppanda er 40.000 kr. og þarf að greiða í framhaldi af skráningu, væntanlega í næstu viku. Eftir það er ekki hægt að hætta við, en það væri hægt að skipta á nöfnum.

Hér fyrir neðan er tengill inn á frekari upplýsingar um mótið sjálft, dagskrá, lágmörk í kastgreinum og fleira: http://www.vuspel.se/pdf/VUinvj15eng.pdf

Kv. Hrönn Jónsdóttir

hronn@vesturland.is

s. 8481426


  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 4834
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3352562
Samtals gestir: 256525
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 15:00:05
Flettingar í dag: 4834
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3352562
Samtals gestir: 256525
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 15:00:05