Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2015 Maí

19.05.2015 14:03

Frjálsíþróttamót í Borgarnesi

Vígslumót nýrra tímatökutækja

Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar býður öllum að taka þátt í frjálsíþróttamóti þar sem við ætlum í leiðinni að vígja glæný tímatökutæki sem keypt voru á dögunum.

Mótið verður miðvikudagskvöldið 10.júní og má reikna með að við byrjum á 10 ára og yngri og bjóðum þeim uppá að keppa í 3 greinum og mun það fara fram á milli klukkan 17 og 18.

Síðan mun mótið fyrir 11 ára og eldri byrja klukkan 18.

Nánari upplýsingar munu koma síðar en endilega takið daginn frá og leyfið krökkunum að koma og prufa að taka þátt í léttu skemmtilegu móti og gæða sér á pylsum og svala eftir mótið.

Ef þið viljið skrá krakkana strax þá sendið þið mér bara póst á bjarni@menntaborg.is

Tímaseðillinn er í vinnslu og nánar fréttir og dagskrá kemur síðar.

19.05.2015 09:34

Vinnuþjarkar HSH 2014

Þær stöllur, Björg Ágústsdóttir og Kristín Halla Haraldsdóttir voru útnefndar sem vinnuþjarkar HSH 2014.
Þeir aðilar sem hafa unnið gott starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á sambandssvæði HSH eru tilnefndir og við snæfellingar erum það lánsöm að eiga mikið af vinnuþjörkum á okkar svæði.

Kristín og Björg voru tilnefndar vegna starfa sinna í þágu frjálsra íþrótta og þá sérstaklega vegna mikil og öflugs starfs í þágu SamVest.
SamVest er samstarf sjö íþróttahéraða á vesturlandi og vestfjörðum í frjálsum íþróttum. Starfið er öflug og hefur gefið frjálsíþrótta fólki þessar héraða tækifæri að æfa við bestu aðstæður með bestu þjálfar landsins.

Til hamingju


17.05.2015 11:30

Íþróttamenn HSH 2014

Á héraðsmóti HSH í frjálsum íþróttum sem var haldið í íþróttahúsinu í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
Laugardaginn 16 maí 2015 voru íþróttamenn HSH útnefndir.
Því miður hafði Ásdís Lilja Pétursdóttir, Víking, knattspyrnumaður HSH 2014 ekki tök á að vera viðstödd útnefninguna og vantar því mynd af henni hér.

Hildur Sigurðardóttir, Snæfell
Körfuknattleiksmaður HSH
Íþróttamaður HSH 2014


Unnsteinn Guðmundsson, Skotgrund,
Skotíþróttamaður


Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Snæfell
FrjálsíþróttakonaSiguroddur Pétursson, Snæfelling
Hestíþróttamaður


Aldís Ásgeirsdóttir, UMF.Grundarfjarðar
Blakkona


Hjörtur Ragnarsson, Golfklúbbnum Jökli
Kylfingur


Íþróttamenn HSH. Unnsteinn, Siguroddur, Katrín, Marínó, tók við viðurkenningu fyrir hönd Ásdísar, Aldís, Hildur, Hjörtur og Kristín Halla sem ásamt Björgu Ágústsdóttir fékk viðurkenningu, Vinnuþjarkur HSH

11.05.2015 14:19

Héraðsmótið í frjálsum íþróttum

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum,
Ólafsvík 16 maí 2015

 

                                               

 

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss verður haldið í íþróttahúsinu í Ólafsvík, laugardaginn 16 maí 2015 og hefst mótið kl. 10.00 stundvíslega

 

Kl. 11.30 verður íþróttamaður HSH 2014 útnefndur

 

Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum, taka þátt í framkvæmd mótsins og hvetja keppendur.

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

8 ára og yngri:           Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

9 - 10 ára:                   Langstökki með og án atrennu, hástökki og 35m hlaupi

11 - 12 ára:                 Langstökki með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 35m hlaupi

13 - 14 ára:                 sömu greinum

15 - 16 ára:                 sömu greinum

17 ára og eldri:          sömu greinum

 

Skráningar sem voru komnar fyrir frestun gilda en skráningar eru hjá:

Fyrir Grundfirðinga - hjá Kristínu Höllu, þjálfara, Grundarfirði, í síma 899-3043 eða kh270673@gmail.com

Fyrir Hólmara - hjá Gísla, þjálfara, Stykkishólmi, í síma 861-8389 eða netfangið gislipalsson82@gmail.com

Fyrir Snæfellsbæinga - hjá Erlu Lind Þórisdóttur, þjálfara í netfangið eth104@hi.is eða síma  820 0318.

Fyrir aðra - í netfangið hsh@hsh.is

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og greinar sem hann vill keppa í.

 

Skráningu lýkur fimmtudaginn 14 maí  kl. 20.00.

Fyrir SamVest:  

Til mótsins er boðið iðkendum hjá SamVest-félögum. Gaman væri að sjá ykkur!

Skráningargjald er kr. 250 á hverja grein keppanda og sér viðkomandi félag um greiðslur og fyrirkomulag þeirra.

Greiðist inn á reikning HSH, 0321-13-300076. Kt. 620169-5289

 

Frjálsíþróttaráð HSH

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31