Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2015 Júní

15.06.2015 11:48

Unglingalandsmót 2015


Unglingalandsmót UMFÍ verður að venju haldið um verslunarmannahelgina og að þessu sinni verður mótið á Akureyri.

Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11-18 ára en einnig eru í boði ýmiss verkefni fyrir 10 ára og yngri.  Foreldrar munu örugglega finna eitthvað við sitt hæfi á mótinu þannig að þetta verður sannkölluð fjölskylduhátíð.  Mótsgjald er aðeins kr. 6000.- og geta keppendur keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja.

Keppnisgreinar eru:

Badminton-Boccia - Bogfimi - Borðtennis - Dans - Fimleikar - Frjálsíþróttir - Glíma - Golf - Handbolti - Hestaíþróttir - Hjólreiðar - Júdó - Keila - Knattspyrna - Körfubolti - Lyftingar - Motocross - Parkour - Siglingar - Skák - Stafsetning - Strandblak - Sund - Taekwondo - Tölvuleikir - Upplestrarkeppni
10.06.2015 07:38

Jökulmílan 2015

http://www.jokulmilan.is/index.php/is/Grundarfjörður, 20. júní 2015

Jökulmílan er einn af lengstu hjólreiðaviðburðum sem eru skipulagður árlega á Íslandi. Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er um 162 km langur, eða rétt rúmlega 100 mílur. Jökulmílan er því "100 mílureið" eða á ensku "Century Ride" sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða víða um heim. Eins og tíðkast með slíka viðburði, viljum við skipuleggjendur Jökulmílunna höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna. Við skorum á þig að reyna Jökulmíluna á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt. 

Keppendur af sambandsvæði HSH fá 30% afslátt af keppnisgjöldum

Nota þarf afsláttarkóðann NES (ath! allt stórir stafir). Hann mega allir nota sem eiga lögheimili á Snæfellsnesi og veitir hann 30% á þátttökugjaldi í Jökulmílunni og Hálfri Jökulmílu. Þessi 30% afsláttur reiknast líka á fjölskyldugjaldið. 


10.06.2015 07:24

Kvennahlaupið 13 júní næstkomandi

Stykkishólmur

Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinn i kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km, 5 km og 7 km.

Forskráning í Heimahorninu á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi.


Grundarfjörður

Hlaupið frá Íþróttahúsinu í Grundarfirði kl. 11:00. Hver og einn ræður sinni vegalengd en

tímarammin er 40 mín. Forsala hjá Kristínu Höllu í síma 899 - 3043899 - 3043


Snæfellsbær

Hlaupið frá Sjómannagarðinum í Ólafsvík kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km.

Forsala í Sundlaug Ólafsvíkur. Frítt í sund að loknu hlaupi


Staðarsveit

Hlaupið frá Lýsuhólsskóla í Staðarsveit kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km.

Frítt í sund í Lýsuhólslaug að loknu hlaupi.


Hellissandur

Hlaupið frá Hraðbúð Hellissands kl. 11. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km. Forsala í

Naustabúð 6.


10.06.2015 07:10

Landsmót 50+

Opnað fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi

Logo - 5. Landsmóts UMFÍ 50+Opnað hefur verið fyrir skráningu á 5.Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní. Skráningin fer fram á skraning.umfi.is.

Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar.

Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ á Blönduósi en það eru hestaíþróttir, frjálsar, boccia, bridds, dráttavélaakstur, golf, línudans, júdó, línudans, lombert, pútt, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, Dalahlaup, sund, pönnubökubakstur og stígvélakast.

Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess.

08.06.2015 14:21

Frjálsíþróttamót í Borgarnesi

Frjálsíþróttaveisla í Borgarnesi 10. júní - ný rafræn tímatökutæki

Í vetur hefur Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar lagt í það stórvirki að kaupa ný og fullkomin tímatökutæki til þess að hægt sé að halda lögleg frjálsíþróttamót í Borgarnesi. Tækin eru komin og af því tilefni er boðið til barna- og unglingamóts miðvikudaginn 10. júní nk. 

Borgfirðingar bjóða öllum krökkum 16 ára og yngri að koma og taka þátt í mótinu, líka þeim sem eru á SamVest-svæðinu (Vesturland, sunnanverðir Vestfirðir). Einnig krökkum sem ekki hafa æft frjálsar en vilja prófa einhverja grein/greinar.

Barnamót frá kl. 17:00 - 17.50 
Það er fyrir börn 10 ára og yngri (4. bekkur og yngri). 
Mikilvægt er að mæta tímanlega þannig að maður missi ekki af neinu. 

Keppt er í 4 flokkum: Piltar 8 ára og yngri, stúlkur 8 ára og yngri, piltar 9-10 ára og stúlkur 9-10 ára.
Greinar sem eru í boði eru 60 m hlaup, boltakast og 600 m hlaup.

Athugið að ef grein er ekki í boði hjá viðkomandi aldursflokki er möguleiki fyrir krakkana að fá að keppa með næsta flokki fyrir ofan ef greinin er í boði þar. 

Unglingamót frá kl. 18:00 - 20:00 
Það er fyrir keppendur á aldrinum 11-16 ára. 
Hver keppandi ræður því í hvaða greinum hann tekur þátt, en þessar greinar eru í boði:

Piltar/stúlkur 11-12 ára geta keppt í 60m hlaupi, langstökki, kúluvarpi, hástökki og 600m hlaupi.
Piltar/stúlkur 13-14 ára og piltar/stúlkur 15-16 ára geta keppt í 60m hlaupi, langstökki, spjótkasti, hástökki, 60m grind og 800m hlaupi.

ÖLLUM ER BOÐIÐ að vera með: hér er því kjörið tækifæri til þess að prófa að taka þátt og hafa gaman. 

Skráningar berist á netfangið bjarni@menntaborg.is 
Þau sem eru í UMFG mega líka láta Björgu (8986605) og Kristínu Höllu (8993043) vita um þátttöku - og þær koma upplýsingum áleiðis til UMSB.

Boðið verður uppá grillveislu um klukkan 18 fyrir yngri krakkana og gesti. 
Síðan verður aftur grillað að móti loknu klukkan 20. 

Þátttökugjald er 500 kr. á hvern keppanda. HSH greiðir fyrir sína keppendur. 

Frá UMSB-Frjálsíþróttafélagi
  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31