Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2015 Júlí

07.07.2015 09:21

Meistaranám í íþróttastjórnun - námsstyrkurHægt er að sækja um styrk til meistaranáms í íþróttastjórnun við skóla (AISTS) í Lausanne í Sviss, sem Alþjóðaólympíunefndin tók þátt í að stofna árið 2000. Styrkurinn er í boði fyrir afreksíþróttafólk sem er að ljúka ferlinum eða hefur ný hætt. Umsóknarfrestur rennur út 15. ágúst 2015. Styrkurinn er fyrir helmingnum af námsgjöldum við skólann (rúmar tvær milljónir) og þarf viðkomandi að greiða hinn helminginn ásamt fæði og uppihaldi. Námið er 14 mánuðir.

Skólinn AISTS (International Academy of Sport Science and Technology) stendur fyrir Meistaranámi (Masters in Sports Administration) á hverju ári. Skólinn dregur að sér nemendur víðsvegar að úr heiminum, sem hafa sameiginlegan áhuga á að vilja vinna við íþróttastjórnun.

AISTS býður einn styrk til íþróttamanns sem hefur keppt á alþjóðlegum mótum og er að ljúka ferlinum eða hefur ný lokið honum. Hér má sjá hvað þarf til að sækja um: http://www.aists.org/scholarships

Viðkomandi þarf að hafa lokið Bachelor gráðu og er góð ensku kunnátta er mikilvæg. 

Hvetjum við þá sem vilja sækja um þetta að kanna hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna hvort námið sé lánshæft. Þeir sem ætla að sækja um gera það beint í gegnum síðu skólans en ekki í gegnum ÍSÍ.

07.07.2015 09:07

Unglingalandsmót á Akureyri


Skráning á 18. Unglingalandsmót UMFÍ hafin

Íþróttaaðstaðan á Akureyri er öll til fyrirmyndar.

Skráning á 18. Unglingalandsmót UMFÍ , sem fram fer á Akureyri um verslunarmannahelgina, hófst mánudaginn 6. júlí. Þetta verður í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið þar. Mótið hefst fimmtudaginn 30.júlí og mótsslit eru um miðnætti á sunnudagskvöldi. Búist er við fjölmennu móti á Akureyri að þessu sinni enda eru fleiri keppnisgreinar en nokkru sinni áður. Á Akureyri er gríðarlega góð keppnisaðstaða til staðar fyrir allar keppnisgreinar þannig að ekkert mun skorta í þeim efnum.

Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.


  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31