Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2015 Ágúst

28.08.2015 09:20

Futsal í Ólafsvík

Riðill í Evrópukeppni Futsal spilaður í Ólafsvík

E-riðill Evrópukeppni félagsliða í Futsal er spilaður í íþróttahúsinu í Ólafsvík í þessari viku og er síðast umferð spiluð í dag. Í síðustu viku var unnið að því að setja gólfdúk á íþróttahúsið. Voru menn frá KSÍ sem stjórnuðu verkinu og fjölmargir sjálfboðaliðar þeim til aðstoðar. Alls voru lagðar 28 rúllur af dúk á gólfið og tók verkið heilan dag. Lið  frá fjórum löndum taka þátt í keppninni og spilar Víkingur fyrir hönd Íslands. Er þetta í annað sinn sem forkeppni í Futsal er haldin í Ólafsvík. Erlendir dómarar mæta til að dæma leikina.

 Jónas Gestur formaður knattspyrnudeildar Víkinngs segir þetta mikið og snúið verkefni en bætir við að fjöldi fyrirtækja hafi lagt sitt af mörkum til þess að dæmið gengi upp. SportTv mun senda beint frá öllum leikjunum. Jónas hvetur alla til þess að koma og horfa á Futsal leikina og bætir við að Futsalíþróttin sé að stækka með hverju árinu.

19.08.2015 09:04

Flottur árangur í frjálsum á ULM


HSH átti 14 keppendur í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu og kepptu þeir ýmist í einni grein eða fleirum - og voru þau öll sér og HSH til sóma. 

Bergur Már Sigurjónsson keppti í 60 m hlaupi 11 ára pilta og Sigurbjörn Ágúst Kjartansson í 600 m hlaupi 11 ára pilta. Dagný Inga Magnúsdóttir og Aldís Guðlaugsdóttir tóku þátt í 60 m hlaupi 11 ára stúlkna. Þau eru öll úr Snæfellsbæ. 
Ari Bergmann Ægisson, Stykkishólmi, 12 ára, varð áttundi af 38 í undanúrslitum í 60 m hlaupi, hljóp á 9,07 sek. Í úrslitahlaupinu varð hann sjöundi og hljóp þar á 9,04 sek.
Ari komst á verðlaunapall í 600 m hlaupi, hljóp þar á 1:55,05, varð þriðji af sautján keppendum í flokki 12 ára stráka. Ekki verður betur séð en að þar hafi Ari bætt aldursflokkamet HSH í flokki 12 ára, en skv. afrekaskrá FRÍ átti Viktor Marinó Alexandersson besta tímann hjá HSH í 600 m hlaupi utanhúss 12 ára stráka eða 1:56,15 frá 2009 (fyrirvari settur um eldri árangur, sem ekki birtist í afrekaskrá FRÍ). Í fjórða sæti í sama hlaupi varð Atli Ágúst Hermannsson, Grundarfirði, sem hljóp á 1:56,67. 
Ari kastaði líka spjóti 24,15 m og varð í 6. sæti í sínum flokki í spjótkastinu. Jökull Gíslason tók þátt í kúluvarpi 12 ára stráka og Björn Ástvar Sigurjónsson í kúluvarpi 13 ára pilta. Þeir eru úr Snæfellsbæ.  
 Í kúluvarpi 12 ára stúlkna tóku líka þátt þær Ragnheiður Arnarsdóttir, Grundarfirði, og Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir, sem lenti í 8. sæti, kastaði 7,93 m. Birta tók einnig þátt í 60 m hlaupi og langstökki, eins og Jóhanna Magnea.
Símon Ernst Davíðsson, Stykkishólmi, keppti í 80 m hlaupi, kúluvarpi og langstökki í flokki 13 ára pilta. 
Björg Hermannsdóttir, Grundarfirði, varð í 5 sæti í langstökki, stökk 4,39 m, og 9. sæti í 100 m hlaupi 14 ára stúlkna, hljóp á 14,24 sek. 
Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Stykkishólmi, kastaði 4 kg kúlu 8,87 m í kúluvarpi og lenti í 2. sæti 18 ára stúlkna, en kúlan hefur verið aðalkeppnisgrein Katrínar. Hún tók einnig þátt í langstökki, hástökki og spjótkasti í sínum flokki.

Birta Sigþórsdóttir, Stykkishólmi, gerði sér lítið fyrir og setti stúlknamet í flokki 12 ára stúlkna, kastaði 2 kg kúlu 11,86 m - sem er bæting um 5 cm frá eldra meti. Stórglæsilegur árangur hjá Birtu, en þess má til samanburðar geta að sú sem hafnaði í 2. sæti kastaði 9,24 m og í þriðja sæti var kast upp á 8,81 m. Aldursflokkamet HSH í kúluvarpi (2 kg) utanhúss 12 ára stúlkna er 9,25 m kast sem Unnur Lára Ásgeirsdóttir átti á Unglingalandsmóti 2002, en Birta bætir nú um 2,61 m.

Birta stolt með verðlaunin

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31