Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2015 September

14.09.2015 12:06

Snæfellsness samstarfið í knattspyrnu með uppskeruhátíð

14. september. 2015 

Uppskeruhátíð Snæfellssamstarfsins

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins í fótbolta fór nýverið fram í tengslum við áheitamaraþon sem fram fór á sama tíma. Á uppskeruhátíðinni voru veittar viðurkenningar og fengu allir iðkendur í 6. 7. og 8. flokki karla og kvenna viðurkenningu í formi verðlaunapenings. Í ár var tekin upp sú nýbreyttni að veita viðurkenningar bæði fyrir eldra og yngra ár hjá eldri börnunum og einnig í A og B liði ef við átti.

 Í 5. flokk karla fengu þeir Atli Ágúst á eldra ári og Óli á yngra ári viðurkenningur fyrir mestar framfarir. Hjá 5. flokki kvenna A lið fékk Sara Dögg viðurkenningu fyrir mestu framfarir á eldra ári og Laufey Lind á yngra ári. Fyrir mestu framfarir í B liði fengu þær Heiðrún viðurkenningu á eldra ári og Aldís á yngra ári. Þegar komið er upp í 4. flokk eru einnig veittar viðurkenningar fyrir markahæsta leikmanninn og leikmann ársins í kvennaflokki var Elín Dögg markahæst og Fehima Líf leikmaður ársins. Það voru svo þær María Ósk á yngra ári og Erika Rún á eldra ári sem fengu viðurkenningu fyrir mestu framfarir. Hjá strákunum var markahæstur Benedikt Björn Ríkarðsson markahæstur og Bjarni Arason leikmaður ársins. Á yngra ári fékk Kristinn Jökull viðurkenningu fyrir mestu framfarir og Birgir Vilhjálmsson á eldra ári. Freydís Bjarnadóttir framkvæmdastjóri samstarfsins ásamt leikmönnum meistarflokks kvenna og karla hjá Víking sáu um að afhenda viðurkenningarnar. Að þeim loknum var hópmyndataka af öllum börnum sem stunda fótbolta og mætt voru á hátíðina og boðið upp á grillaðar pylsur í tilefni dagsins.

14.09.2015 11:46

Iþróttasjóður umsóknarfrestur

Íþróttasjóður - skilafrestur umsókna er til 1. október


Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði .
Veita má framlög til eftirfarandi verkefna:
 sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
 útbreiðslu- og fræðsluverkefna
 íþróttarannsókna
 verkefna samkvæmt 13. gr. Íþróttalaga.
Nánari upplýsingar um sjóðinn á finna með því að smella hér.  
Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2015 kl.17.00. Rannís hefur umsjón og eftirlit með Íþróttasjóði. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is. Umsóknum skal skila á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson, andres.petursson@rannis.is, sími 515-5833. 

14.09.2015 11:40

Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ

Umsóknarfrestur um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

UMFê_merkiUmsóknarfrestur um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ er til 1. október. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðiblöðum sem er að finna á heimasíðu UMFÍ (www.umfi.is) undir styrkir fyrir 1. október. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 568-2929 og á netfanginu umfi@umfi.is

07.09.2015 13:05

Íþróttir barna og unglinga

Nýr bæklingur um íþróttir barna og unglinga


Út er kominn nýr bæklingur um íþróttir barna og unglinga og ber hann heitið Íþróttir - barnsins vegna. Á Íþróttaþingi í apríl 2015 var endurskoðuð stefna um íþróttir barna og unglinga samþykkt og hefur innihald stefnunnar tekið nokkrum breytingum. Mikil áhersla er lögð á að íþróttir eigi að vera fyrir alla, þær þurfi að vera skemmtilegar og leikurinn skipi stóran sess. Barna- og unglingastefnunni til stuðnings hafa Íþróttaboðorðin 10 verið mörkuð, en þau eru:


1. Íþróttir fyrir öll börn
2. Íþróttir byggi upp öfluga einstaklinga
3. Virðum skoðanir barna og unglinga
4. Fjölbreytt íþróttastarf
5. Þjálfun hæfi aldri og þroska
6. Íþróttakeppni með tilliti til aldurs og þroska
7. Íþróttaaðstaða við hæfi
8. Fagmenntaðir þjálfarar
9. Stuðningur foreldra skiptir máli
10. Virðum störf dómara og starfsmanna

  

Bæklinginn má finna hér en einnig er hægt að nálgast hann í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.

07.09.2015 13:04

Andleg líðan íþróttamanna

Málþing um andlega líðan íþróttamanna


Miðvikudaginn 9. september munu ÍSÍ, KSÍ og HR standa fyrir málstofu um andlega líðan íþróttamanna. Málstofan verður í stofu M208 í Háskólanum í Reykjavík og stendur frá kl.16:00-17:30.

Hafrún Kristjánsdóttir mun fjalla um geðrænan vanda og algengi hans hjá íþróttamönnum og Sævar Ólafsson um íþróttaiðkun í mótvindi og svartnætti. Að lokum mun Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður segja frá glímu sinni við geðræna erfiðleika.

Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls á meðan að húsrúm leyfir.

Auglýsingu um viðburðinn má sjá hér.

Myndir með frétt

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31