Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2015 Október

23.10.2015 09:27

Haukur nýr formaður UMFÍ

Haukur Valtýsson

Haukur Valtýsson frá Akureyri var kjörinn formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem fram fór í Vík í Mýrdal um helgina. Tveir einstaklingar gáfu kost á sér til formennsku en auk Hauks bauð Kristinn Óskar Grétuson sig fram. 107 þingfulltrúar tóku þátt í kjörinu og fékk Haukur 99 atkvæði. Haukur tekur við formennsku af Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur sem gegnt hefur embætti formanns UMFÍ í átta ár. Haukur gegndi áður embætti varaformanns UMFÍ.

Stjórn og starfsfólk ÍSÍ óskar Hauki til hamingju með kjörið og væntir góðs samstarfs við hann og nýja stjórn UMFÍ.  Helgu Guðrúnu er óskað allra heilla og þakkað fyrir gott samstarf í gegnum árin.

Í nýrri stjórn UMFÍ sitja til næstu tveggja ára:  Örn Guðnason, Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Högnadóttir, Helga Jóhannesdóttir, Gunnar Gunnarsson og Björn Grétar Baldursson.
Í varastjórn eru Sigurður Óskar Jónsson, Þorgeir Örn Tryggvason, Guðmundur Sigurbergsson og Kristinn Óskar Grétuson.

Fulltrúi HSH á þinginu var Garðar Svansson, framkvæmdastjóri HSH.
Flutti hann Helgu G Guðjónsdóttur fráfarandi formanni og Sæmundi Runólfssyni fyrrum framkvæmdastjóra UMFÍ kveðju og þakkir fyrir samstarf á liðnum árum.


23.10.2015 09:12

Styrkumsóknir Vinnusmiðja

Gott tækifæri fyrir forystufólk í félagas og íþróttamálum að sækja áhugavert námskeið í styrkumsóknum.

símenntun


17.10.2015 15:25

Hvatningarverðlaun UMFÍ

SamVest verkefnið hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ

Aðilar í Sam Vest verkefninu veittu Hvatningarverðlaunum UMFÍ viðtöku.

Aðilar í Sam Vest verkefninu veittu Hvatningarverðlaunum UMFÍ viðtöku.

Aðilar að SamVest samstarfinu hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ á þingi þess sem haldið er í Vík dagana 17.-18. október. Aðilar að þessu samstarfi eru UMFK, USK, UMSB, UDN, HSS, HSH og HHF. Vísir að SamVest verkefninu varð þegar Flemming Jessen og Ingimundur Ingimundarson buðu til æfingabúða í frjálsum íþróttum að Varmalandi í Borgarfirði.

Þangað var boðið ungmennum af öllu Vesturlandi og kviknaði þá áhugi á því að efla samstarf á milli héraðssambandanna á svæðinu. Þessi hugmynd varð síðan að veruleika haustið 2012 þegar sjö héraðssambönd af Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis að standa saman að þróunarverkefninu Sam Vest.

Markmiðið var að auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka ástundun íþróttarinnar og gera hana aðlaðandi og að ánægjulegum kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu.

 

Þetta verkefni hefur gengið mjög vel og nýverið undirrituðu fulltrúar Sam Vest og frjálsíþróttadeildar FH undirrituðu samstarfssamning um aðstöðu og þjálfun. Frjálsíþróttadeild FH mun jafnframt sjá SamVest fyrir gestaþjálfurum á þessum æfingum í Kaplakrika.

Íþróttamenn SamVest mega koma á einstaka æfingar í Hafnarfirði ef þau eru á svæðinu. Ennfremur nær þetta samstarf til nemenda af SamVest svæðinu sem eru við nám á höfuðborgarsvæðinu, en þau hafa aðgang að æfingum FH í Kaplakrika gegn sama gjaldi og FH-ingar.

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31