Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2015 Desember

11.12.2015 13:43

Jólamót HSH í frjálsum íþróttumJólamót  HSH

í frjálsum íþróttum  

              

 

Frjálsíþróttaráð HSH, með frjálsíþróttadeildum Snæfells og UMFG, stóð fyrir jólamóti í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 6. desember sl.

Þar kepptu 8 ára og yngri í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi og 9-10 ára í sömu greinum að viðbættu hástökki. Ellefu ára og eldri kepptu í hástökki, langstökki með og án atrennu, 35 m hlaupi og kúluvarpi, skipt í fjóra aldursflokka. Mótið var haldið á vegum frjálsíþróttaráðs HSH með aðstoð frjálsíþróttadeilda Snæfells og UMFG.  Rétt rúmlega 30 keppendur voru mættir til leiks og komu þeir úr Grundarfirði og Stykkishólmi.

Mótsgestir höfðu verið hvattir til að mæta í skrautlegum og skemmtilegum sokkum. Í upphafi móts stilltu allir sér upp og hlutlaus dómnefnd veitti "verðlaun" fyrir frumlegustu og jólalegustu sokkana. Vakti þetta kátínu gestanna. Krakkarnir stóðu sig síðan með prýði á mótinu og stemningin var mjög góð. Allir fengu í lokin þátttökuverðlaun frá HSH, fínustu húfu með merki HSH, og í eldri flokkunum var árangurinn lesinn upp en ekki veitt sérstök verðlaun fyrir sæti. Ánægja var með þetta fyrirkomulag.

Af árangri í einstökum greinum má nefna að tvö aldursflokkamet voru sett á mótinu, en það er þó sett fram með fyrirvara um elstu skráningar. Margrét Helga Guðmundsdóttir 11 ára úr UMFG kastaði 2 kg kúlu 7,70 m en besti skráði árangur hjá HSH í flokki 11 ára stúlkna innanhúss er 7,58 m kast Unnar Svavarsdóttur árið 2003.

Daniel Emmanuel K Kwakye 7 ára úr UMFG stökk 1,62 m í langstökki án atrennu, en besta skráðan árangur í flokki 7 ára og yngri hjá HSH átti Aron Freyr Ragnarsson með stökki uppá 1,59 m frá árinu 2006. Daniel stökk einnig 2,99 m í langstökki með atrennu, en það er þriðji besti árangur hjá HSH í flokki 7 ára og yngri, besti skráði árangur er 3,10 m árið 2007. Jafnframt er það 9. besti skráði árangur í hans flokki yfir landið skv. afrekaskrá FRÍ frá upphafi.

Birta Sigþórsdóttir 12 ára kastaði 2 kg kúlu 11,26 m sem er næstbesti árangur í þeim flokki, sjálf á hún aldursflokkamet HSH, kastaði 12,17 m í nóv. sl. og var það kast fjórði besti árangur 12 ára stúlkna í greininni frá upphafi, skv. afrekaskrá FRÍ.

Heiðrún Edda Pálsdóttir 12 ára stökk 1,35 m í hástökki, en það er annar besti skráði árangur í hástökki innanhúss í þeim aldursflokki hjá HSH - Hrefna Dögg Gunnarsdóttir á aldursflokkamet HSH í þessum flokki, með stökk uppá 1,40 m og 3 stúlkur úr HSH, auk Heiðrúnar Eddu, hafa stokkið 1,35 m áður.

Tinna Guðrún Alexandersdóttir 12 ára stökk 2,23 m í langstökki án atrennu, sem er þriðji besti árangur í þeim flokki hjá HSH, lengra hafa stokkið þær Lilja Stefánsdóttir, 2,57 m árið 1978 og Heiðrún Sigurjónsdóttir 2,24 m árið 1994. Margeir Óskarsson 8 ára stökk 1,68 m í langstökki án atrennu, sem er einnig þriðji besti árangur hjá HSH í þeim flokki, en besti skráði árangur er 1,81 m árið 1993.

Katrín Mjöll Magnúsdóttir 7 ára stökk 1,51 m í langstökki án atrennu sem er þriðji besti árangur hjá HSH, en besti skráði árangur er 1,59 m árið 2006.

HSH vill þakka þeim sem skipulögðu og sáu um mótshald og ekki síst öllum þátttakendum og aðstandendum þeirra, sem einnig aðstoðuðu á mótinu. Eydís Bergmann Eyþórsdóttir og Erla Friðriksdóttir sáu um mótshald á staðnum, Magnús Bæringsson kynnti greinar og sagði frá árangri, þjálfararnir Gísli Pálsson og Agnes Helga Sigurðardóttir hjá Snæfelli og Eva Kristín Kristjánsdóttir hjá UMFG sáu um skráningu í aðdraganda móts og héldu utan um sína krakka á mótinu. Þær Eydís, Erla og Björg Ágústsdóttir hjá UMFG sáu um undirbúning mótsins.

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31