Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2016 Janúar

12.01.2016 09:12

Til hamingju Víkingur

Víkingur enn einu sinni Íslandsmeistari í Futsal

Óhætt er að segja að Víkingur Ólafsvík beri höfuð og herðar yfir önnur lið þegar kemur að Futsal hér á landi. Liðsmenn Víkings unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratitil síðasta sunnudag þegar þeir unnu Leikni/KB 13-3 í Laugardalshöllinni. Víkingur var einnig meistari 2013 og 2015. Þessi sömu lið öttu kappi á síðasta ári og þá hafði Víkingur einnig betur. Kenan Turudija og Alfreð Már Hjaltalín skoruðu þrennu fyrir Víkinga í úrslitaleiknum og þeir Þorsteinn Már Ragnarsson, Emir Dokara og Heimir Þór Ásgeirsson voru allir með tvö mörk hver. Óttar Ásbjörnsson skoraði eitt mark. Kristinn Magnús Pétursson átti fjórar stoðsendingar og Þorsteinn Már Ragnarsson gaf tvær stoðsendingar og þeir Admir Kubat, Óttar Ásbjörnsson og Leó Örn Þrastarsson með eina stoðsendingu, en liðið vann alla níu leiki sína á Íslandsmótinu í ár og markatalan var 68 mörk í plús; 83-15.

 

Næstu verkefni hjá Víkingi eru leikir við Stjörnuna á morgun, þriðjudaginn 12. janúar í Kórnum og Breiðablik laugardaginn 16. janúar í Fífunni.

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31