Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2016 Júlí

25.07.2016 11:44

Unglingalandsmót í BorgarnesiFrá HSH eru skráðir 56 einstaklingar og 12 lið.
7 lið í körfubolta og 5 í knattspyrnu.Tvö­fald­ir heims­meist­ar­ar í götu­fót­bolta koma í Borg­ar­nes um næstu versl­un­ar­manna­helgi og munu þar kynna íþrótt­ina fyr­ir gest­um Ung­linga­lands­móts UMFÍ. Götu­fót­bolti er til­tölu­lega ný íþrótt og í mikl­um vexti. Leik­ur­inn er spilaður á litl­um af­mörkuðum velli og er mjög hraður enda tek­ur hver leik­ur aðeins þrjár mín­út­ur.

 

Dönsku snill­ing­arn­ir eru þeir Peter Kri­stof­fer Licht og Omid Kar­balaie Hoss­einkani og koma þeir báðir frá Copen­hagen Panna Hou­se. 

 

 

Gest­ir Ung­linga­lands­móts­ins fá auðvitað að spreyta sig á litla bolta­vell­in­um með þeim Peter og Omid bæði á laug­ar­degi og sunnu­degi um versl­un­ar­manna­helg­ina á milli klukk­an 11.00 og 14.00 og 15.00 og 17.00.

 

Allskonar afþreying

Margt verður í boði fyrir sem flesta aldurshópa á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi.

Hér er brot af því sem boðið verður uppá:

 

Frisbígolf

Kominn er flottur frisbívöllur í Borgarnes sem tilvalið er að nýta sér yfir helgina. Í íþróttahúsinu getið þið fengið frisbídisk til að nota, borgið 1000 krónur í tryggingargjald og fáið hann endurgreiddan þegar þið skilið disknum heilum til baka.

 

Leiklist

Halldóra Guðjónsdóttir ætlar að bjóða upp á leiklistarnámskeið þar sem markmið námskeiðsins er að hafa gaman og að allir taki virkan þátt. Þar verður æfður spuni, framkoma, samvinna og leiktækni. Námskeiðið verður haldið í Hjálmakletti, skráning fer fram á staðnum.

 

 

Sprelligosaklúbbur, 6 ára og yngri

Þessi klúbbur er fyrir krakka á leikskólaaldri, Jóhanna María starfsmaður á leikjanámskeiði hjá Borgarbyggð hefur umsjón og munum við bralla ýmislegt saman þessa dagana. 4 ára og yngri skulu koma í fylgd með foreldrum.

 

Víkingasögur

Geir Konráð nær svo sannarlega vel til krakkana, þau verða ekki svikin að mæta og hlusta á sögurnar hans í Skallagrímsgarði klukkan 16:00 á föstudeginum. Hann ætlar einnig að bjóða sama dag landsmótsgestum frítt á leiksýninguna sína sem haldið er í Sögulofti á Landnámssetrinu.

 

Sýningin er á auðveldri ensku og er ætluð fyrir 10 ára og eldri, mjög skemmtileg sýning sem við mælum með að þið sjáið.

 

 

Karókí fyrir alla

Allir velkomir að mæta í Skallagrímsgarðinn og taka eitt lag, skráning er á staðnum.

 

Kynning á pílukasti 

Íslenska pílukast sambandið ætlar að vera með kynningu á sinni íþrótt á laugardag og sunnudag frá 12:00-18:00. Þau ætla að vera með minni keppnir og alls konar uppákomur, mælum með að þið kíkið upp í Óðal og prófið þessa skemmtilegu íþrótt.

 

Markaður í Englendingarvík

Flóa-, mat- og handverksmarkaður verður haldinn laugardag og sunnudag í Englendingarvíkinni. Þar verður keppt í sultugerð, tónlist á staðnum og fjölbreytt skemmtun fyrir börn og fullorðna.

 

Fjallahlaup og fjallganga upp á Hafnarfjall

Stefán og Geirlaug ætla að fara með sitthvorn hópinn upp á Hafnarfjall á sunnudeginum klukkan 10:00. Veljið þann hóp sem hentar ykkur þegar þið hittist í Hjálmakletti.

 

Sumarfjör fyrir 1-4 bekk

Sumarfjör er leikjanámskeið sem starfrækt er í Borgarbyggð, þessa helgi ætla okkar flottu starfsmenn að vera með skemmtilega afþreyingu fyrir 1.-4.bekk. Mæting í Grunnskóla Borgarnes. Skráning fer fram á staðnum.

 

 

Kost­ar 7.000 krón­ur að keppa

Keppni á Ung­linga­lands­móti UMFÍ í Borg­ar­nesi hefst fimmtu­dag­inn 28. júlí næst­kom­andi og stend­ur það til sunnu­dags­ins 31. júlí. Ung­linga­lands­mótið er vímu­efna­laus íþrótta- og fjöl­skyldu­hátíð og geta öll börn og ung­menni frá 11-18 ára tekið þátt í keppni hvort sem þau eru skráð í íþrótta­fé­lag eða ekki.

 

Það kost­ar 7.000 krón­ur að skrá þátt­tak­anda á Ung­linga­lands­mót UMFÍ. Aðeins þarf að greiða þessa upp­hæð einu sinni enda hægt að keppa í eins mörg­um grein­um og hver og einn hef­ur áhuga á fyr­ir hana. Öll afþrey­ing og tjald­stæði eru innifal­in í þátt­töku­gjald­inu.   

Þetta er 19. Ung­linga­lands­mót UMFÍ og annað skiptið sem það verður haldið í Borg­ar­nesi.

 

Keppn­is­dag­skrá ligg­ur fyr­ir en keppt verður í körfu og fót­bolta, frjáls­um, glímu, ólymp­ísk­um lyft­ing­um, skot­fimi, staf­setn­ingu og mörgu fleira. Boðið verður jafn­framt upp á mikið af skemmti­legri afþrey­ingu og tónlist á hverju kvöldi.

 

Mörg þúsund manns í bæn­um

Gert er ráð fyr­ir fjölda fólks í Borg­ar­nesi um versl­un­ar­manna­helg­ina. Þegar Ung­linga­lands­mót UMFÍ var haldið þar árið 2010 voru kepp­end­ur tæp­lega 1.700 og talið að um 15.000 manns hafi verið í bæn­um. Gert er ráð fyr­ir álíka fjölda í ár.


18.07.2016 09:49

Langar þig í Lýðháskóla

 

Langar þig í lýðháskóla í Danmörku á næsta námsári?

Þeir sem áhuga hafa á að fara í lýðháskóla í Danmörku geta sótt um styrk á vef Ungmennafélags Íslands, umf.is.

Sóttu hér um styrk hjá UMFÍ! 

UMFÍ veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir námsárið 2016 - 2017. Markmið með styrkveitingunni er að veita því tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Einnig tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

 

Námið við lýðháskóla í Danmörku er mislangt en flestir frá Íslandi eru í 12 vikur eða lengur.

Flestir hér á landi sem fara í danska lýðháskóla gera það að loknu framhaldsnámi. Markmiðið með dvöl í lýðháskóla er að víkka sjóndeildarhring sinn og að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogahæfileika sína.

Þau Edda, Benedikt, Magnús og Ingunn fóru í lýðháskóla í Ollerup í Danmörku. Þau kusu að skila valfrjálsa verkefninu sínu í formi kynningarmyndbands um skólann.

Ferðastyrkur og dvalarstyrkur

UMFÍ veitir annarsvegar ferðastyrk og hinsvegar dvalarstyrk. Heildarupphæð ferðastyrks fer eftir fjölda umsókna.

Dvalarstyrkur fer jafnframt eftir fjölda umsókna og dvalartíma hvers og eins, þ.e. styrkt er um ákveðna upphæð fyrir hverja viku. Styrkirnir eru greiddir út eftir á, þ.e. í júlí 2017. Til þess að uppfylla kröfur um styrkinn þurfa umsækjendur að skila eftirfarandi verkefnum:

 

1. Stuttur texti í umsögn um væntingar umsækjanda til námsins (250 orð). Skilafrestur 1. september 2016 og 10. janúar 2017.

 

2. Verkefni að eigin vali á meðan námsdvöl stendur. Umsækjendur geta valið að skila inn stuttu myndbandi, teiknimyndaseríu, lagi eða texta sem felur í sér upplifun eða reynslu af náminu. Skilafrestur 31. október 2016 og 15. mars 2017.

 

3. Stutt lokaskýrsla sem felur í sér upplifun og lærdóm af náminu. Jafnframt þarf að fylgja með staðfesting á námsdvöl frá skólanum. Skilafrestur 5. janúar og 30. júní 2017.

Athygli er vakin á því að styrkur er ekki greiddur út ef umsækjandi skilar ekki inn verkefnum fyrir útgefnar dagsetningar. Ungmennafélag Íslands og Norræna félagið eru í samstarfi þegar kemur að úthlutun styrkja til náms við lýðháskóla í Danmörku. Umsækjendur geta því einungis hlotið styrk frá öðrum samtökunum.

 

18.07.2016 09:12

Unglingalandsmót í Borgarnesi 28 til 31 júlí. Skráning í gangi

Opnað er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í samstarfi við UMSB í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald. Gjaldið er 7.000 krónur og er hægt að skrá sig til keppni í fleiri en einni grein fyrir þetta eina verð. 

 

Skráðu þig hér!

Keppni á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi hefst 28. júlí næstkomandi og verður því slitið 31. júlí.

Þetta er 19. Unglingalandsmót UMFÍ og annað skiptið sem það verður haldið í Borgarnesi.

Undirbúningur er í fullum gangi í bænum fyrir mótið. Íþróttamannvirki eru löguð og styrkt, garðar hreinsaðir og verið að búa til risastórt tjaldsvæði fyrir tugþúsundir gesta mótsins. 

Íþróttabrautin var meira að segja háþrýstihreinsuð. Þegar hreinsað var úr frárennslisrörum brautarinnar komu úr þeim hvorki meira né minna en fimm tonn af aur og drullu!

Mörg þúsund manns í bænum

Gert er ráð fyrir miklum fjölda fólks í Borgarnesi yfir mótshelgina. Þegar það var haldið árið 2010 voru keppendur tæplega 1.700 og talið að um 15.000 manns hafi verið í bænum. Gert er ráð fyrir álíka fjölda í ár.

Keppnisdagskrá liggur fyrir en keppt verður í körfu og fótbolta, frjálsum, glímu, ólympískum lyftingum, skotfimi, stafsetningu og mörgu fleira. Boðið verður jafnframt upp á mikið af skemmtilegri afþreyingu og tónlist.

 

Landsmótið fer fram vítt og breitt um svæði UMSB í Borgarbyggð. Keppt verður í sundlauginni í Borgarnesi, í íþróttahúsinu, á Skallagrímsvelli og í Skallagrímssgarði, í Brákarhlíð, á golfsvæði Hamars, við Hjálmaklett, á reiðvelli Hestamannafélagsins Skugga, á skotsvæði SkotVest í Brákarey og á Hvanneyri. Þá verður keppt í andans greinum, upplestri, skák og stafsetningu á dvalaraheimili aldraðra.

Úlfur Úlfur og fleiri á kvöldvökunum

Kvöldvökur verða haldnar mótsdagana í Borgarnesi. Á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram munu koma eru Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, hljómsveitin Amabadama, Hafnfirðingurinn Jón Jónss, bróðir hans Friðrik Dór, Dikta, Glowie og margir fleiri.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Komdu á Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina!

 

Skráðu þig hér! 

18.07.2016 09:06

Kristófer Jónasson á norðurlandamóti öldunga

Snæfellsbæingur vann til verðlauna á Norðurlandamóti Öldunga

Kristófer Jónasson vann til verðlauna á Norðurlandamóti Öldunga

Í byrjun þessa mánaðar fór Norðurlandamót öldunga í frjálsum íþróttum fram í Óðinsvéum í Danmörku. Alls kepptu 535 á mótinu frá öllum Norðurlandaþjóðunum. Sjö keppendur tóku þátt fyrir Íslands hönd á mótinu og var einn þeirra Kristófer Sæland Jónasson úr Snæfellsbæ. Kristófer, sem er 81 árs, keppti í spjótkasti og kastþraut. Þess má geta að Kristófer gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti í spjótkasti. Frábær árangur hjá þessum síunga frjálsíþróttamanni úr Snæfellsbæ.

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31