Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2017 Maí

08.05.2017 14:35

Héraðsmót HSH 2017

 

Árlegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 7. maí sl. Það var frjálsíþróttaráð HSH sem stóð að undirbúningi og framkvæmd mótsins. 

Um 54 keppendur voru mættir til leiks af Snæfellsnesinu öllu. Átta ára og yngri kepptu í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi , 9-10 ára þátttakendur kepptu í sömu greinum að viðbættu hástökki. Ellefu ára og eldri kepptu í hástökki, langstökki með og án atrennu, 35 m hlaupi og kúluvarpi, skipt í aldursflokka.Krakkarnir stóðu sig með prýði á mótinu og mótshaldið gekk vel. Allir fengu í lokin þátttökuverðlaun frá HSH, vatnsbrúsa með merki HSH, sem hún Hrafnhildur Jóna í Krums -handverk og hönnun - Grundarfirði útbjó.

HSH vill þakka þeim sem skipulögðu og sáu um mótshald og ekki síst öllum þátttakendum fyrir komuna og aðstandendum þeirra fyrir aðstoð á mótinu.

Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu, en Erla Friðriksdóttir, Birta Antonsdóttir og Laufey Bjarnadóttir lögðu til myndirnar. 

 

 

 

02.05.2017 22:21

Héraðsmót HSH í frjálsum - sunnud. 7. maí 2017

 

HSH heldur sitt árlega héraðsmót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 7. maí 2017. Mótið hefst kl. 10.30 stundvíslega.

Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja - og aðstoða við framkvæmd mótsins.

 

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

8 ára og yngri:           Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

9 - 10 ára:                    Langstökki með og án atrennu, hástökki og 35m hlaupi

11 - 12 ára:                  Langstökki með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 35m hlaupi

Í flokkum 13-14 ára, 15-16 ára og svo 17 ára og eldri: Í sömu greinum og 11-12 ára.

 

Skráningar eru þannig:

Iðkendur (eða foreldrar) geta skráð sig beint í þetta sameiginlega skjal - smella hér.

Annars má líka hafa samband við einhvern af þjálfurunum okkar:

Snæfell: Gísli Pálsson, s. 861 8389 eða netfangið gislipalsson82@gmail.com

UMFG: Kristín Halla, s. 899 3043 eða netfangið kh270673@gmail.com

Umf. Víkingur/Reynir: Eva Kristín, s. 693 0820 eða netfangið evakristin09@gmail.com

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og grein/greinar sem hann/hún vill keppa í.

 

Athugið - að það er ekki skilyrði að vera í frjálsum til að mega keppa!

 

Skráningu lýkur föstudagskvöldið 5. maí kl. 20.00.

 

Fögnum vori og mætum öll!
Frjálsíþróttaráð HSH

 

 
 
 
  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362323
Samtals gestir: 256783
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:00:51
Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362323
Samtals gestir: 256783
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:00:51