top of page
7C2A2924.jpg

Íslandsleikarnir verða haldnir á Selfossi dagana 29. – 30. mars 2025. Leikarnir eru fyrir þau sem ekki finna sig í hefðbundnu íþróttastarfi og/eða eru með stuðningsþarfir. Keppt verður í fimm íþróttagreinum (körfubolta, fótbolta, handbolta, fimleikum og frjálsum íþróttum) en einnig verða opnar æfingar í þessum sömu greinum. Hægt er að skrá lið en einnig er hægt að skrá einstaklinga sem verður þá raðað saman í lið. Boðið verður upp á gistingu í skólastofum bæði föstudags- og laugardagskvöld. Þátttökugjaldið er 5000 kr. en auk íþróttanna verður skemmtileg dagskrá í boði á leikunum, t.d. sundlaugapartý, leikir og pizzuveisla. Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/umfi/radstefna




HSH átti tvo keppendur á Meistaramóti Íslands 15 - 22 ára sem fór fram í Laugardalshöll um síðustu helgi. Þær Alxandra Ásta og Bjarndís Erla æfa með Snæfelli og hafa verið duglegar að sækja frjálsíþróttamót. Þær stóðu sig vel um helgina og náðu góðum bætingum og persónulegum sigrum.




HSH átti fimm keppendur á Meistaramóti Íslands 11 - 14 ára sem fór fram í Kaplakrika um síðustu helgi. Þær Edda Dögg, Eyborg María, Gerður, Sigurrós Anna og Ylfa Elísabet æfa frjálsar með Snæfell og stóðu sig með mikilli prýði. Persónulegir sigrar, bætingar og almenn gleði einkenndi helgina hjá hópnum okkar.





Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu

Íþróttamiðstöðinni Stykkishólmi

Borgarbraut 4, 340 Stykkishólmur

(+354) 865 9859

hsh(hja)hsh.is

© 2024 Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu

bottom of page