top of page
422903485_892212782698767_1835406237246831800_n_edited.jpg

Íþróttamanneskja ársins

HSH veitir árlega heiðursviðurkenninguna "Íþróttamanneskja HSH" þeirri íþróttamanneskju á sambandssvæði HSH sem þótt hefur skara fram úr á íþróttasviðinu á því ári. 

Viðurkenningin er tengd minningu Pálma Frímannssonar. 

Aðildarfélög HSH skila inn tilnefningum til HSH en stjórn og varastjórn HSH kjósa um íþróttamanneskju ársins. 

Íþróttamaður HSH 2023
Arnar Geir Ævarsson Diego

Arnar Geir hefur verið mjög virkur í starfinu hjá Skotfélagi Snæfellsness á nýliðnu ári og tekið þátt í fjölda móta. Arnar Geir varð Íslandsmeistari í PRS, en það er tiltölulega ný keppnisgrein á Íslandi þar sem keppt er í riffilskotfimi en keppendur þurfa að skjóta úr fjölbreyttum stellingum. Þetta er 6 móta mótaröð þar sem keppt er um allt land og þrjú bestu mótin telja til stiga. Arnar Geir tók þátt í öllum mótum ársins og stóð uppi sem Íslandsmeistari í verksmiðjuflokki, en keppt er í tveimur flokkum, opnum flokki og verksmiðjuflokki. Að auki hefur Arnar Geir staðið fyrir útbreiðslu PRS innan félagsins.

Íþróttafólk HSH 2023 

Anna María Reynisdóttir - Blakíþróttamaður HSH

Arnar Geir Diego Ævarsson - Skotíþróttamaður HSH

Aron Ingi Hinriksson - Körfuboltamaður HSH

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir - Hestaíþróttamaður HSH

Ingvar Freyr Þorsteinsson - Knattspyrnumaður HSH

Sigurþór Jónsson - Kylfingur HSH
 

Vinnuþjarkar HSH

Gunnhildur Gunnarsdóttir og Magnús Ingi Bæringsson


Sjálfboðaliðar HSH

Erna Sigurðardóttir

Gréta Sigurðardóttir

Helga Ingibjörg Reynisdóttir

Kristján Ágúst Magnússon

María Alma Valdimarsdóttir

Vignir Sveinsson

Ægir Ægisson

422431444_892212849365427_3943238038060995949_n_edited.jpg
IMG_0368.HEIC

Íþróttamaður HSH 2022
Rebekka Rán Karlsdóttir

Rebekka Rán Karlsdóttir hefur spilað körfubolta fyrir Snæfell síðan hún var 6 ára. Rebekka hefur lagt líf og sál í boltann í Stykkishólmi í gegnum súrt og sætt. Fyrstu árin sat Rebekka á bekknum en alltaf tilbúin þegar kallið kom. Hlutverk hennar hefur stækkað síðustu ár og í dag er hún fyrirliði Snæfells og máttarstólpi þessa unga liðs. Rebekka er fyrirmynd innan sem utan vallar, einstaklega jákvæð, frábær liðsmaður og enn betri körfuboltakona.
 

Íþróttafólk HSH 2022

Rebekka Rán Karlsdóttir - Körfuknattleiksmaður ársins

Konráð Ragnarsson - Knattspyrnumaður ársins

Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir - Skotíþróttamaður ársins

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir - Hestaíþrótamaður ársins

Vinnuþjarkar HSH

Skíðafélag Snæfellsness

422367483_892212762698769_4177944111058270235_n_edited.jpg

Íþróttamaður HSH 2021
Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir

Frábær árangur hjá Hörpu Dögg í unglingaflokk, á árinu. Harpa Dögg hefur tekið þátt í fjölda móta og staðið sig mjög vel og verið glæsilegur fulltrúi Snæfellings innan vallar sem utan. Harpa Dögg hefur verið með í hæfileikamótum Landsambandi Hestamanna 2 sinnum og fer í vetur í þriðja skiptið. Hún hefur lokið 5 knapamerkjum og er dugleg að sækja reiðtíma. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Harpa þó nokkra reynslu af tamningu og þjálfun hrossa og stefnir hún á að komast í Landsliðið og keppa fyrir Íslands hönd. Hestamennska er mikil ástríða hjá henni. Harpa Dögg keppti mikið á sl. keppnistímabili og var hennar helsti keppnishestur Þytur frá Stykkishólmi. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel og má þar helst nefna að hún er meðal efstu knapa á
heimslistanum í T4 sem er slaktaumatölt. Hún vann öll mótin sem hún tók þátt í á vegum Snæfellings, á Íslandsmóti barna- og unglinga var hún í öðru sæti í slaktaumatölti og þriðja sæti í fimi. Á Reykjarvíkurmeistaramótinu var hún í öðru sæti í fjórgang og þriðja sæti í slaktaumatölti Meistaradeild Líflands og æskunnar og vann þar fjórganginn. Snæfellingsmótaröð en þar var hún stigahæsti unglingurinn í þeirri mótaröð og sigraði allar 4 keppnirnar.

Íþróttafólk HSH 2021

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir - Hestíþróttamaður HSH

Bjartur Bjarni Barkarson - Knattspyrnumaður HSH

Pétur Már - Skotíþróttamaður HSH

Rebekka Rán Karlsdóttir - Körfuboltamaður HSH

Vinnuþjarkar HSH

Hilmar Þór Hauksson - Víkingur Ólafsvík

IMG_3039.jpg
IMG_3039.jpg

Íþróttamaður HSH 2020
Anna Soffía Lárusdóttir

Anna Soffía Lárusdóttir HSH körfuknattleiksmaður ársins 2020 og einnig Íþróttamaður HSH 2020.
Á síðustu leiktíð tók Anna Soffía stórt stökk á sínum ferli. Hún spilaði stórt hlutverk í úrvalsdeildar liði Snæfells. Anna Soffía fór úr því að verða efnileg í það að vera fullmótaður leikmaður með mikinn metnað fyrir sínum leik. Hún var máttarstólpi liðsins í vörninni og fékk ávallt það hlutverk að stoppa helstu skorara andstæðingsins. Styrkur góðra leikmanna er hins vegar að vera góður á báðum endum vallarins en Anna Soffía átti frábæra leiki í sóknarlega og var óhrædd að keyra á körfuna í bland við hennar frábæra skot.

Anna Soffía er mikill liðsmaður bæði innan sem utan vallar og er hún frábær fyrirmynd yngri iðkenda. Anna Soffía hefur með miklum metnaði og aukaæfingum lyft sínum leik á hærra plan. Anna á 7 landsleiki með undir 20 ára og 9 landsleiki með undir 16 ára.

 

Íþróttafólk HSH 2020

Anna Soffía Lárusdóttir - Körfuknattleiksmaður HSH

Siguroddur Pétursson - Hestaíþróttamaður HSH

Hermann Geir Þórsson - Kylfingur HSH

IMG_8780_edited.jpg

Íþróttamaður HSH 2019
Gunnhildur Gunnarsdóttir

Gunnhildur hefur verið einn af allra bestu körfuboltakonum á Íslandi um langt skeið þrátt fyrir ungan aldur. Gunnhildur hefur leikið megnið af sínum ferli með Snæfelli (Haukar 2010-2014) leikjafjöldi hennar með Snæfelli nálgast nú 400.

Gunnhildur hefur unnið marga titla á sínum ferli og margoft verið valin í lið ársins. Hún á að baki 52 landsleiki þar af 36 með A landsliði Íslands hún hefur átt fast sæti í A landslinu frá 2012 og oftar en ekki í byrjunarliðinu. Nálgun Gunnhildar á íþróttinni er aðdáunarverð og hún hefur ávallt lagt sig 100% fram, er sannur leiðtogi utan vallar sem innan sem gefur mikið af sér og er góð fyrirmynd.


Íþróttafólk HSH 2019 

Gunnhildur Gunnarsdóttir - Körfuknattleiksmaður HSH

Margrét Helga Guðmundsdóttir - Blakmaður HSH

Sigurþór Jónsson - Kylfingur HSH 

Emir Dokara - Knattspyrnumaður HSH

Siguroddur Pétursson - Hestaíþróttamaður HSH

Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir - Skotíþróttamaður HSH

Ari Bergmann Ægisson - Frjálsíþróttamaður HSH

Vinnuþjarkar HSH

Stjórn Snæfells í körfuknattleik

IMG_8780.JPG
Vignir.webp

Íþróttamaður HSH 2018
Vignir Snær Stefánsson

Vignir Snær er uppalinn í Víkingi Ó. en hann var í lykilhlutverki liðsins sumarið 2018 og skoraði tvö mörk þegar liðið endaði í 4. sæti 1. deildar og komst alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar. Vignir, sem er 22 ára, er með mikinn baráttuanda sem smitar út frá sér. Hann er frábær liðsmaður innan sem utan vallar. Víkingshjartað slær ört í Vigni.

Íþróttafólk HSH 2018

Vignir Snær Stefánsson - Knattspyrnumaður HSH

Lydía Rós Unnsteinsdóttir - Blakmaður HSH

Rögnvaldur Ólafsson - Kylfingur HSH

Berglind Gunnarsdóttir - Körfuknattleiksmaður HSH

Siguroddur Pétursson - Hestaíþróttamaður HSH

Jón Pétur Pétursson - Skotíþróttamaður HSH

Vinnuþjarkar HSH

Stjórn Skotfélags Snæfellsness

Íþróttamaður HSH 2017
Berglind Gunnarsdóttir

Berglind Gunnarsdóttir hefur verið kjörin Íþróttamaður HSH 2017


Íþróttafólk HSH 2017 

Berglind Gunnarsdóttir - Körfuknattleiksmaður HSH

Svana Björk Steinarsdóttir - Blakmaður HSH

Rögnvaldur Ólafsson - Kylfingur HSH

Birta Guðlaugsdóttir - Knattspyrnumaður HSH

Siguroddur Pétursson - Hestaíþróttamaður HSH

Guðmundur Andri Kjartansson - Skotíþróttamaður HSH

Vinnuþjarkar HSH

Stjórn Snæfells í körfuknattleik

04d757_ba14accc15f54138af9a8abcf6ed5466~mv2.webp

Íþróttamaður HSH 2013
Hildur Björg Kjartansdóttir

Hildur Björg Kjartansdóttir er jafnframt körfuknattleiksmaður HSH 2013, hún er fyrirmyndarleikmaður í alla staði, hún er reglusöm og gríðarlega samviskusöm við æfingar og allt í kringum starfið.

Íþróttafólk HSH 2013

Hildur Björg Kjartansdóttir - Körfuknattleiksmaður HSH

Einar Hjörleifsson - Knattspyrnumaður HSH

Bergur Einar Dagbjartsson - Blakmaður HSH

Hermann Geir Þórsson - Kylfingur HSH

Siguroddur Pétursson - Hestaíþróttamaður HSH

Unnsteinn Guðmundsson- Skotíþróttamaður HSH

Vinnuþjarkar HSH

Stjórn meistaraflokks Snæfells í körfubolta

bottom of page