Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og Íþróttafélags fatlaðra. Markmiðið með verkefninu er að:
- Fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar
- Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir - með viðeigandi aðlögun.
- Að allir skulu eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap.
Allir með leikarnir verða haldnir laugardaginn 9.nóvember 2024 í Laugardalnum fyrir börn með fatlanir á grunnskólaaldri. Leikarnir eru með það að markmiði að fjölga tækifærum barna með fatlanir á grunnskólaaldri.
Allar upplýsingar má finna hér: https://allirmed.com/allir-med-leikarnir/
Comments