Þriðjudaginn 23.janúar fór fram afhending verðlauna til Íþróttafólks HSH. Að auki var Dugnaðarforkum- og Sjálfboðaliðum HSH veittar viðurkenningar fyrir þeirra störf.
Arnar Geir Diego Ævarsson var kjörinn Íþróttamaður HSH 2023 ásamt því að vera Skotíþróttamaður HSH.
Arnar Geir hefur verið mjög virkur í starfinu hjá Skotfélagi Snæfellsness á nýliðnu ári og tekið þátt í fjölda móta. Arnar Geir varð Íslandsmeistari í PRS, en það er tiltölulega ný keppnisgrein á Íslandi þar sem keppt er í riffilskotfimi en keppendur þurfa að skjóta úr fjölbreyttum stellingum. Þetta er 6 móta mótaröð þar sem keppt er um allt land og þrjú bestu mótin telja til stiga. Arnar Geir tók þátt í öllum mótum ársins og stóð uppi sem Íslandsmeistari í verksmiðjuflokki, en keppt er í tveimur flokkum, opnum flokki og verksmiðjuflokki. Að auki hefur Arnar Geir staðið fyrir útbreiðslu PRS innan félagsins.
Eftirfarandi einstaklingar fengu verðlaun og viðurkenningar
Íþróttafólk HSH
Anna María Reynisdóttir - Blakíþróttamaður HSH
Arnar Geir Diego Ævarsson - Skotíþróttamaður HSH
Aron Ingi Hinriksson - Körfuboltamaður HSH
Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir - Hestaíþróttamaður HSH
Ingvar Freyr Þorsteinsson - Knattspyrnumaður HSH
Sigurþór Jónsson - Kylfingur HSH
Vinnuþjarkar HSH
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Magnús Ingi Bæringsson
Sjálfboðaliðar HSH
Erna Sigurðardóttir
Gréta Sigurðardóttir
Helga Ingibjörg Reynisdóttir
Kristján Ágúst Magnússon
María Alma Valdimarsdóttir
Vignir Sveinsson
Ægir Ægisson
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og aðstoðina árið 2023.
Comments