Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu var veitt viðurkenning sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á formannafundi HSH í Grunnskólanum í Stykkishólmi í gær. Það var Hörður Þorsteinsson gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ sem afhenti formanni HSH, Hjörleifi Kristni Hjörleifssyni viðurkenninguna.
Á ársþingi HSH síðasta vor kom Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ til okkar og var með kynningu á Fyrirmyndahéraði og Fyrirmyndafélagi ÍSÍ en í kjölfarið fór HSH að vinna að því að útbúa handbók HSH þar sem má finna allar upplýsingar um aðildarfélögin okkar, hlutverk stjórnar, stefnur HSH, lög og reglugerðir ásamt fleiri mikilvægum upplýsingum.
Handbók HSH má finna á heimasíðu HSH: https://www.hsh.is/_files/ugd/6cd489_eca9a4fa0f4f48059210e14071f5babd.pdf
„Að fá þessa viðurkenningu mun hjálpa HSH að vera sýnilegt og halda áfram á þeirri vegferð sem HSH hefur verið að vinna að undanfarin misseri. Að vinna undir góðu skipuriti og skilgreiningu á hlutverki stjórnar og starfsmanna ásamt skýrri stefnu í hinum ýmsu málaflokkum, gerir alla vinnu mun auðveldari“ sagði Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson formaður HSH af þessu tilefni.
HSH hvetur aðildarfélögin til þess að kynna sér handbók HSH. Eins hvetjum við aðildarfélögin til þess að skoða hvað þarf til þess að gerast Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Allar upplýsingar má finna hér: https://www.isi.is/fraedsla/fyrirmyndarfelag-isi/umsoknarferlid/ en einnig er hægt að senda póst á hsh@hsh.is og fá aðstoð frá framkvæmdastjóra HSH.
Til vinstri: Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson, formaður HSH
Til hægri: Hörður Þorsteinsson, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ
Commentaires