
Í gær, sunnudaginn 12.janúar var kynnt hver það var sem hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja HSH árið 2024 að Langaholti. Að auki var Vinnþjörkum- og sjálfboðaliðum HSH veittar viðurkenningar fyrir þeirra störf.
Siguroddur Pétursson var kjörinn Íþróttamanneskja HSH 2024 ásamt því að vera Hestaíþróttamanneskja HSH 2024.
Siguroddur hefur staðið sig gríðarlega vel á árinu og á Landsmóti hestamanna keppti hann í B
flokki gæðinga á Sól frá Söðulsholti og var 5. efstur inn í A-úrslit sem er gríðarlega góður
árangur. Á alþjóðlegum stöðulista sem er inni á World Feng (alþjóðlegur gagnagrunnur íslenska hestsins)
er hann á meðal 20 efstu í fjórum greinum.
Í íþróttakeppni er staða hans á alþjóðlega stöðulistanum sem hér segir:
Í tölti T3 er hann í 3. sæti á Sól frá Söðulsholti með 7,57 í einkunn.
Í fjórgangi V2 er hann í 5. sæti á Sól frá Söðulsholti með 6,93 í einkunn.
Í fimmgangi F2 er hann í 14. sæti á Tign frá Hrauni með 6,53 í einkunn.
Í gæðingakeppni er staða hans á alþjóðlega stöðulistanum sem hér segir:
Í B flokki er hann í 11. sæti á Sól frá Söðulsholti með 8,73 í einkunn.
Á íþróttamóti Snæfellings var hann í 1. sæti fimmgang og fjórgang og 2. sæti í tölti.
Á Hestaþingi Snæfellings var hann í 1. sæti í B-flokk og 3. sæti í A- flokk.
Á Íþróttamóti Dreyra Akranesi var hann í 1. sæti í bæði tölti og fjórgangi á Sól frá Söðulsholti
og 2. sæti í fimmgangi og 1. sæti í gæðingaskeiði á Tign frá Hrauni.
Í KB mótaröðinni var hann í 1. sæti tölti og fjórgangi.
Frábær árangur og er öðrum knöpum til fyrirmyndar utan sem innan vallar.

Vinnuþjarkar HSH, þær Kristín Halla Haraldsdóttir, Björg Gunnarsdóttir og Ingunn Ýr Angantýsdóttir. Saman hafa þær myndað gott teymi þjálfara í frjálsum íþróttum á svæði HSH. Í dag stunda um 150 börn frjálsar íþróttir á svæðinu.







Sjálfboðaliðum HSH voru veitt Silfurmerki HSH fyrir þeirra framlag til aðildarfélaga HSH.
Þau sem voru kjörnir Sjálfboðaliðar HSH 2024 voru:
Birta Antonsdóttir - Umf. Snæfell Fannar Hilmarsson - UMF. Víkingur/Reynir

Ragnar Smári Guðmundsson - Vestarr
Unnsteinn Guðmundsson - Skotfélag Snæfellsness
HSH óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og aðstoðina árið 2024.
Ljósmyndir: Sumarliði Ásgeirsson
Comments